Hrærð egg með reyktum laxi og dilli

„Það er svo dásamlegt að skríða upp í rúm á sunnudagsmorgnum með eitthvað rjúkandi heitt gúmmulaði á bakka og kaffibolla…. svo kósý 🙂  Þessi hrærðu egg verða oft fyrir valinu“, segir Anna Björk Eðvarðsdóttir matarbloggari en þennan girnilega rétt er að finna á blogginu hennar.

Það sem þarf:

2 egg
2 msk. rjómi
4 sneiðar reyktur lax, saxaðar
2-3 greinar dill, saxað
Salt og pipar

Eggin eru þeytt í skál með 1 msk. af rjóma, salti og pipar. Klípa af smjöri brædd á pönnu á meðalhita, eggjunum er hellt útí og þeim ýtt til og frá á pönnunni þangað til þau fara að eldast.  Þá er laxinum og dillinu bætt útá og haldið áfram að ýta öllu saman til þangað til þér finnsast eggin næstum alveg elduð þá er 1 msk. af rjóma bætt útá og aðeins velt á pönnunni.  Passaðu að ofelda ekki eggin og laxinn.  Frábær morgunmatur, um helgar og svo sem alltaf.

Ritstjórn nóvember 22, 2019 09:12