Sigurður Jónsson fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjanesbæ og varaformaður Landssambands eldri borgara, skrifar blogg á Moggavefinn sem ber fyrirsögnina Eldri borgarar hátt skrifaðir í USA. Það hjóðar svona.
Merkilegt að fylgjast með forkosningunum í Bandaríkjunum.Ungir,miðaldra og konur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Demókrötum. Baráttan snýst um það hvaða eldri borgari nær sigri og kemur til með að keppa við Trump í nóvember um forsetaembættið. Bæði Biden og Sanders eru vel á áttræðisaldri og Trump er einnig á svipuðum aldri. Kosningarnar snúast því um það hvaða eldri borgara Bandaríkjamenn setja í Hvítahúsið.
Landssambandi eldri borgara hér á Íslandi gengur illa að ná árangri í baráttunni við að bæta kjör þeirra verst settu meðal eldri borgara. Stjórnvöld hlusta lítið sem ekkert.
Það er kannski komið að því að við fetum í spor Bandaríkjamanna og veljum okkur frambjóðendur til Alþingis úr röðum eldri borgara.Setjist eldri borgarar á Alþingi í stórum stíl verður kannski hlustað. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja ekki eldri borgara á þing er kannski ráðið að stofna stjórnmálahreyfingu eldri borgara og ná þannig árangri.