Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona var lengi vel í sviðsljósinu á fjölum leikhúsanna enda ein ástsælasta leikkona okkar Íslendinga í langan tíma. Hún hefur um skeið verið utan kastljóssins og okkur lék forvitni á að vita hvað væri að gera þessa dagana. Þegar blaðamaður náði símasambandi við Sigríði var hún stödd á Leifsstöð á leið úr landi. Hún gaf sér samt tíma til að staldra við og segja frá því hvert ferðinni væri heitið. Hún var sem sagt á leiðinni til Þórunnar dóttur sinnar sem er búsett í Sitges, rétt sunnan við Barcelóna á Spáni, þar sem hún er við nám í kvikmyndagerð. Sigríður var á leiðinni að aðstoða Þórunni við að gæta barnanna hennar tveggja þar sem eiginmaður Þórunnar þurfti að skreppa til Íslands. Hún hefur verið hjá þeim áður og segist hafa svo óendanlega mikla ánægu af því að sjá þau blómstra þar öll, ekki síst börnin sem eru að fá mikla gjöf frá foreldrum sínum með dvölinni þarna því við bætist heilt tungumál. Börnin sækja skóla í Barcelona og una hag sínum vel þar. Nú tekur við tímabil spilamennsku og leikja í lífi Sigríðar og barnabarnanna hennar á meðan dóttirin sækir sinn skóla.