Isavia hækkar starfslokaaldurinn

Isavia sem er opinbert hlutafélag lækkaði starfslokaaldurinn í fyrirtækinu úr 70 ára í 67 ára skömmu eftir hrun. Á þeim tíma komu tilmæli frá stjórnvöldum um að draga úr kostnaði fyrirtækisins og var breytingin á starfslokaaldrinum liður í því. Atvinnuleysi var einnig meira eftir hrunið en menn höfðu átt að venjast hér á landi og í tilmælum stjórnvalda var bent á þá leið, að bjóða fólki sem komið væri nærri eftirlaunaaldri að hætta störfum. Starfslokaaldurinn var lækkaður og fólki sem varð fyrir áhrifum af breytingunni voru boðnar sérstakar aukagreiðslur í séreignasjóð sinn.

Mega hætta fyrr

Sigurður Ólafsson mannauðsstjóri hjá Isavia segir að starfslokaaldurinn hafi verið hækkaður á ný í nóvember síðast liðnum og er hann því aftur orðinn 70 ára. Sigurður segir að þrátt fyrir það sé fólki frjálst að hætta fyrr, enda hafi margir undirbúið sig fyrir það samkvæmt fyrri viðmiðunarreglum. Það eru milli 10 og 20 manns sem árlega fara á eftirlaun hjá Isavia.

 

 

Ritstjórn desember 28, 2015 10:41