Íslensk kvenorka ábernadi á GlobalWIIN 2024

Lifðu núna barst fréttatilkynning frá KVENN – félagi kvenna í nýsköpun vegna GlobalWIIN alþjóðlegrar viðkenningarhátíðar kvenna í nýsköpun. Þar eru hvorki meira né minna en sjö íslenskar konur tilnefndar fyrir fimm verkefni. Svo skemmtilega vill til að úr þessum frækna hópi hafa forsvarskonur tveggja verkefnanna verið í viðtali á Lifðu núna.

Tilnefndar frá Íslandi eru: 

Björg Árnadóttir: Stílvopnið – valdefling og sköpun
Ævistarf við samfélagslega nýsköpun með aðferðum listanna.

Dögg Gudmundsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir: Aska Bio Urn
Græn framtíðarsýn við hönnun og framleiðslu umhverfisvænna duftkera.

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir: Catecut
Smáforrit sem notar gervigreind til að finna föt sem klæða hvern og einn.

Hraundís Guðmundsdóttir: Hraundis, íslenskar ilmkjarnaolíur Íslenskar jurtir eru í aðalhlutverki við framleiðslu á heilsueflandi ilmkjarnaolíum.

 

 

 

 

 

Ólöf Rún Tryggvadóttir: Eylíf heilsa
Fæðubótarefni úr hreinum, íslenskum hráefnum frá sjálfbærum auðlindum.

Dögg Guðmundsdóttir er einnig tilnefnd fyrir hönd Danmerkur: A Peaceful Place
Fjölnota legsteinn sem sameinar umhverfisvitund og nýsköpun á einstakan hátt.

Hvers vegna er GlobalWIIN viðurkenning mikilvæg?

Einungis 20% nýsköpunarstyrkja á Íslandi renna til kvenna. Í Evrópu eiga konur aðeins 5-15% tæknifyrirtækja og 9% af skráðum einkaleyfum og staðan er síst betri í öðrum heimsálfum. Viðurkenningar eru því ómetanlegar til að vekja verðskuldaða athygli á framlagi kvenna til nýsköpunar.

Hvað eru GlobalWIIN og KVENN?

Alþjóðasamtökin GlobalWIIN (Global Women Inventors and Innovators Network) hafa frá stofnun árið 1998 tengt saman nýskapandi konur heims með því að skipuleggja fræðslu og ráðstefnur og veita viðurkenningar á öllum sviðum nýsköpunar.

Hérlendis tilnefnir KVENN-félag kvenna í nýsköpun konur og verkefni þeirra. Elínóra Inga Sigurðardóttir, stofnandi og formaður KVENN, hefur frá árinu 2003 verið óþreytandi við að vekja athygli á íslenskum konum í nýsköpun með yfir 100 tilnefningum til GlobalWIIN. Elínóra er einnig forseti EUWIIN, Evrópudeildar GlobalWIIN, varaforseti IFIA, alþjóðasamtaka hugvitsfélaga og situr í nýsköpunarnefnd FKA.

Þeir sem hafa áhuga á lesa viðtölin á Lifðu núna geta skoðað þau hér:

Ritstjórn september 20, 2024 15:25