Kakó með rjóma

Það er fátt notalegra en að fá sér heitt kakó með rjóma, ekki síst þegar það er snjór og kuldi úti. Mjókursamsalan gefur þessa uppskrift að þessum algenga drykk, en það má að sjálfsögðu útbúa hann á alla vegu og sumir vilja nota alvöru suðusúkkulaði  í drykkinn. Þessi uppskrift MS er hins vegar ákaflega lík kakói með rjóma sem blaðamaður Lifðu núna var vanur að hita fyrir fjölskylduna á köldum vetrardögum, hér á árum áður.  Uppskriftin er fyrir 5 manns.

Hráefni

2 dl. vatn

5 msk. kakó

60 g  sykur

1 dl. vatn

1 l mjólk

15 g smjör

0,5 tsk salt

1 peli rjómi

Matreiðsluleiðbeiningar

Hitið 2 dl af vatni að suðu. Hrærið saman kakó og sykur með 1 dl af vatni og hrærið saman við sjóðandi vökvann og hitið að suðu, hrærið frá botni. Hellið mjólkinni saman við og sjóðið í 2-3 mín. Bætið smjöri og salti út í.

Ritstjórn desember 6, 2019 11:30