Kaupmáttur eldra fólks aukist um 1% frá 2009

Guðmundur Gunnarsson

„Ef örorku- og lífeyrisþegi gerast svo ósvífnir að vinna sér inn einhverja launauppbót skerðast greiðslur til hans frá TR um 20 þúsund kr. Kaupmáttur þessa hóps hefur hækkað um : segi og skrifa, 1% frá árinu 2009, segir Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins í færslu á fésbókarsíðu sinni. Guðmundur bætir við og segir: „Þingmenn samþykttu að viðhalda þessu ástandi á sama tíma og þeir útvega sér 45% launahækkun. Hækkunin á mánaðarlaunum þingmanna og ráðherra, samsvarar 2.3 mánaðarlaunum bótaþega.
Breytingar á almannatryggingarkerfinu sem samþykktar voru af síðustu ríkisstjórn og taka gildi um áramótin gera þó engar breytingar sem lúta að krónu á móti krónu skerðingum. Það gerir fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar, sem samþykkt var af nýkjörnu þingi ekki heldur. Ísland í dag. Það fólk sem ekki sér hversu gott ástand er á Íslandi í dag er geðveik segir forsætisráðherra.“

Ritstjórn janúar 19, 2017 11:08