Lambakjöt í salatið!

Þetta sumarlega salat að hausti er gómsætt og á við hvort sem er á veisluborðið eða í útileguna að hausti þegar gera á vel við sig. Það er svoooooo gott.

300 g lambafillet án fitu

2 msk. rauðvínsedik

2 msk. balsamedik

1 hvítlauksrif, smátt saxað eða pressað

3 msk. ólífuolía

250 g litlir tómatar

nýmalaður pipar og salt

1 poki klettasalat eða annað salat

3 msk. ólífuolía og nokkur basilblöð og 1 msk. hunang

 

Skerið kjötið í 2-3 bita og leggið það í skál sem þið hafið látið rauðvínsedik, balsamedik og pressað hvítlauksrifið í og látið standa í klukkustund. Snúið kjötinu af og til. Hitið ofninn á meðan í 220 gráður á celsius. Dreifið tómötunum á pappírsklædda bökunarplötu og ýrið olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Látið í ofninn í 10 mínútur eða þangað til tómatarnir hafa tekið lit og eru orðnir mjúkir í gegn. Látið kólna á borði. Takið kjötið því næst upp úr kryddleginum og þerrið létt með eldhúspappír og geymið löginn. Steikið kjötið við háan hita á pönnu í um 2 mínútur á hvorri hlið en þá er kjötið rautt í miðjunni. Takið af hitanum og látið hvíla á borði í nokkra stund. Hellið kryddlegi og basilolíu á heita pönnuna og látið standa í smá stund. Skerið kjötið á ská í mjög þunnar sneiðar og dreifið yfir salatblöðin á fati ásamt tómötunum. Hellið olíunni af pönnunni yfir og dreifð e.t.v. söxuðum pistasíuhnetum yfir allt saman.

Ritstjórn september 23, 2022 08:27