Sjö fæðutegundir sem halda þér ungum

Settu æskubrunn í matarkörfuna. Ýmsar matartegundir eiga að hafa góð áhrif á heilsu okkar og hér eru nokkrar sem taldar eru stuðla að því að hægja á hrörnum líkamans.

Ólífuolía

Fyrir fjórum áratugum drógu vísindamenn þá ályktun af ransóknum að neysla ómettaðrar fitu væri meginorsök lágrar tíðni hjartasjúkdóma og krabbameins á eyjunni Krít. Nú er einnig vitað að ólífuolía inniheldur einnig öflug andoxunarefni sem hugsanlega geta komið í veg fyrir öldrunarsjúkdóma.

Jógúrt

Á áttunda áratug síðustu aldar var talið að hæstu höfðatölu hundrað ára og eldri einstaklinga í heimi væri að finna í Georgíu og var ástæða þessa háa aldurs sögð vera neysla á júgúrt sem er almenn þar í landi. Þó aldrei hafi tekist að sanna með beinum hætti tengsl langlífis og jógúrts er jógúrt samt kalkríkt sem dregur úr beinþynningu og svo inniheldur jógúrt „góðar bakteríur“ sem eru meltingarfærum hollar og minnka hættu á aldurstengdum sjúkdómum í meltingarfærum.

Fiskur

Hjartasjúkdómar eru óalgengir meðal Inúíta í Alaska. Rannsakendur telja að það megi rekja til mjög mikils fiskáts. Fiskur er rík uppspretta omega 3 fitu sem dregur úr uppsöfnun kólesteróls í æðum og verndar gegn óeðlilegum hjartslætti.

Súkkulaði

Á eyjunni San Blas útaf strönd Panama býr Kuna þjóðflokkurinn. Tíðni hjartasjúkdóma meðal Kunafólksins er níu sinnum lægri heldur en hjá öðrum íbúum Panama og ástæðan mun vera sú að Kunafólkið gerir sér og drekkur mikið af drykk sem inniheldur mikið af kókó. Kókó inniheldur efnið flavanol sem stuðlar að heilbrigði æða en heilbrigði æða minnkar líkurnar á háum blóðþrýstingi, sykursýki, nýrnabilun og vitglöpum.

Hnetur

Sjöunda dags aðventistar er söfnuður sem leggur áherslu á heilbrigði og grænmetisfæði. Rannsóknir á aðventistum sýna að þeir sem borða hnetur auka að meðaltali lífslíkur sínar um tvö ár. Hnetur eru uppspretta ómettaðrar fitu sem hefur svipuð áhrif og ólífuolía. Þá eru hnetur vítamín og steinefnaríkar, og innihalda andoxunarefni.

Vín

Hófleg neysla alkóhóls er talin draga úr hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki og aldurstengdu minnistapi. Allar tegundir alkóhóls virðast gagnast að þessu leyti en mest hefur rauðvín verið rannsakað.

Bláber

Í merkri rannsókn Næringar og öldrunarrannsóknardeildar Tuftsháskóla í Bandaríkjunum, hverrar niðurstöður voru birtar árið 1999, kom í ljós að rottur sem fengu bláber lifðu lengur en aðrar rottur, sem munaði tíma sem svaraði til tíu ára í ævi manna. Þegar bláberjarotturnar urðu gamlar áttu þær mun betra með jafnvægi og samhæfingu hreyfinga heldur en aðrar rottur. Efnasambönd í bláberjum (og öðrum berjum) draga úr bólgum og skemmdum vegna oxunar sem svo geta valdið aldurstengdu minnistapi og minnkaðri hreyfigetu.

Ritstjórn apríl 29, 2023 16:10