„Teitur Björn Einarsson nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðum á Alþingi að kjör öryrkja,að kaupmáttur öryrkja hefði vaxið jafnt og þétt. Það kann að vera rétt.En spurningin er hvort hann hafi aukist eins mikið og hjá launafólki. Að mínu mati á að bæta kjör öryrkja og aldraðra jafnmikið og kjör launafólks og helst meira,þar eð kjör þessara hópa eru það léleg,“ segir Björgvin Guðmundsson í pistli á vefsíðu sinni.
„Benedikt Jóhannesson, Talnakönnun ( nú fjármálaráðherra) kannaði þessi mál fyrir öryrkja. Niðurstaðan var þessi: Lágmarkslaun hækkuðu um 54% á tímabilinu 2008-2013. En örorkulífeyrir hækkaði aðeins um 29% á sama tímabili. Neysluverð hækkaði á þessu tímabili um 42,8% og meðalvísitala um 33%.Hækkun lífeyris náði ekki launavisitölu.Samkvæmt lögum má lífeyrir aldrei hækka minna en neysluverð. Benedikt athugaði einnig tímabilið 2009-2013.Þá hækkaði neysluverð um 20,5% en meðaltekjur öryrkja eftir skatt um 4,1%. Bilið var rúm 15 prósent.Meðaltekjur öryrkja fyrir skatt hækkuðu um 4,7% á þessu tímabili.Launavisitala hækkaði á tímabilinu um 23,5%. Niðurstaða Benedikts var þessi: Kaupmáttarskerðing öryrkja er mikil.
Á þessu timabili hækkuðu lægstu laun tvöfalt meira en örorkulífeyrir.
Hefur þróunin verið hagstæðari öryrkjum síðan? Nei,öðru nær. Á árinu 2015 urðu miklar kaupækkanir hjá flestum stéttum;launafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai það ár,kennarar fengu miklar launahækkanir,framhaldsskólakennar 44%,nýlæknar fengu 25% hækkun og læknar almennt yfir 40% hækkun og þannig mætti áfram telja. En á þessu ári mikilla launahækkana fengu öryrkjar og aldraðir 3% hækkun lífeyris.Sama þróun hélt því áfram. Árið 2016 hækkuðu lágmarklaun verkafólks um 6,2% 1.janúar og um 5,5% í mai. En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 9,7% 1.janúar og ekki meira allt árið ;sama þróun og áður að hækkun lífeyris nær ekki hækkun launa þó skýrt sé kveðið á um það í lögum að hækkun lífeyris eigi að fylgja launum eða verðlagi eftir því hvort hagstæðara sé öldruðum og öryrkjum.
Á tímabilinu 2009-2016 hækkuðu lágmarkslaun um 68% en lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggngum hækkaði á sama tíma um 26% eftir skatt.Af þessum tölum má sjá,að stjórnvöld hafa stundað það enn að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri í samanburði við kjör launafólks.Áður sýndu tölur að lægstu laun hækkuðu 2-sinnum meira en lífeyrir en nú kemur í ljós,að lægstu laun hafa hækkað 2,6 sinnum meira en lífeyrir öryrkja og aldraðra (miðað við lífeyri eftir skatt).Þetta er alger svívirða.Þingmenn ættu fremur að snúa sér að því að leiðretta þetta í stað þess að dásama „kaupmáttaraukningu lífeyris“ á liðnum tíma.Það er ágætt að kaupmáttur aukist en það er enn mikilvægara að hækka lífeyri þannig að hann dugi til framfærslu og öryrkjar og aldraðir,sem verða að reiða sig eingöngu á lífeyri almannatrygginga geti leyst út lyfin sín og farið til læknis.Það er mikilvægt verkefni þingmanna að tryggja,að svo geti orðið.Þingmenn þurfa ekki að bíða eftir leyfi ráðherra til þess að tryggja það.“ Pistillinn birtist á http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/