Listilega góð rauðrófusúpa

Rauðrófusúpur eru í miklu uppáhaldi hjá blaðmanni Lifðu núna. Þessa uppskrift fann hann á netinu og hún er ættuð frá Heilsuhúsinu. Súpan er afskaplega bragðgóð og það tekur ekki langan tíma að laga hana. Ef þið viljið gera súpuna bragðmeiri má krydda hana meira. Það er til dæmis ágætt að setja aðeins meiri engifer og hvítlauk en er í uppskriftinni og enda á því að kreista nokkra sítrónudropa út í súpuna.  En uppskriftin er á þessa leið:

  • 1 msk kókosolía
  • 1 stór laukur skorinn smátt
  • 3 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
  • 1 msk fínt söxuð engiferrót
  • 600 ml grænmetissoð
  • 500gr rauðrófur, afhýddar og skornar í bita
  • 1 dós  kókosmjólk
  • Aðferð
  • Steikið laukinn uppúr kókosolíu við miðlungshita í meðalstórum potti þangað til hann er glær og ilmandi
  • Bætið hvítlauk og engifer saman við
  • Bætið rauðrófum og grænmetissoði útí og látið suðuna koma upp
  • Lækkið undir og látið súpuna malla í um 10 mínútur eða þar til rauðrófurnar eru meyrar
  • Takið súpuna af hitanum, hellið kókosmjólk útí og blandið með töfrasprota þar til súpan er mjúk

 

 

 

Ritstjórn október 19, 2018 08:50