Nokkrar góðar mánudagshugmyndir

dress fyrir allar vikur mánaðarins.Á síðunni Pinterest.com er hægt að skoða myndir af öllu mögulegu. Hvernig á að klæða sig, skipuleggja híbýli sín, elda og eiginlega öllu sem hægt er að láta sér detta í hug. Það er nánast hægt að drepa tímann endalaust með því að skoða það sem er að finna á síðunni. Sumarið er alveg að koma og Lifðu núna er að taka í gegn fataskápinn hjá sér. Við fundum nokkrar góðar hugmyndir að „dressum“ á Printerest og ákváðum að deila þeim með ykkur.  Svo er að kíkja í skápinn og athuga hvort að það er ekki hægt að  búa til nýjar samsetningar úr því þar er að finna. Það er kannski ekki nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum klæðnaði heldur vera skapandi og vera óhræddur við að blanda saman litum og sniðum á mismunadi hátt.  Hér til hliðar er til að mynda hægt að sjá hvernig  hægt er að nota sömu flíkurnar aftur og aftur –  í mismunandi samsetningum.

Ritstjórn maí 23, 2016 10:58