Að klæða af sér stóran maga

Eru buxurnar þínar allt í einu orðnar of þröngar. Líður þér eins og maginn á þér sé að verð hlaupkenndur. Þetta er oft þegar konur verða miðaldra. Sumum er alveg sama en aðrir vilja gera eitthvað til að fela magann og hliðaspikið.  Heilbrigðara mataræði og aukin hreyfing geta hjálpað en það erfitt að losa sig að fullu við hliðaspikið og stóra magann. En það eru til nokkur ráð til að klæða af sér magann.

Forðist að fötin sem þið klæðist séu of víð eða of þröng. Margar konur standa í þeirri meiningu að það sé hægt að klæða af sér stóran maga með því að vera klæðast víðum toppum. Það er hins vegar misskilningur, stór sniðlaus toppur gerir ekkert annað en ýkja stærð kvenna. Finnið topp sem passar yfir brjóst og arma og leggst mjúklega yfir magann. Fatnaður úr mjúkum efnum sem fellur lauslega að líkamanum er góð leið til fela stóran maga, sömuleiðis mjúkar fínlegar fellingar. Of stórar fellingar láta konur hins vegar líta út eins og þær séu í tjaldi og þær sýnast þar af leiðandi mun þykkari en þær eru í raun og veru. Ekki girða skyrtur eða boli niður í buxurnar það lætur þig sýnast enn feitari og meiri um þig. Slepptu því líka að nota belti. Beltið gerir ekki annað en draga athyglina að því þú ert með stóran maga enda beinir það athyglinni að miðju líkamans. Ef konur vilja ekki að fólk sé að horfa á magann á þeim ættu þær að draga athyglina að hálslínunni. Toppar með v hálsmáli eða toppar með fallegum smátatriðum á kringum hálsmálið draga athyglina að líkamanum ofanverðum. Sömuleiðis falleg hálsmen, þau gera sama gagn. Prófið túnikku og leggings. Falleg túnikka sem nær niður á læri dregur athygli að fótleggjunum og lætur konur líta út fyrir að vera grennri. Missíðar túnikkur eru sömuleiðis góðar til að draga athyglina frá magasvæðinu. Lagskiptið fatnaðnum sem þið gangið í. Falleg skyrta eða stuttermabolur undir síða peysu er góð samsetning. Það lætur konur líka sýnast hærri en þær eru. Góður aðsniðinn jakki er sömuleiðis góður til að fela magann. Passið bara að hneppa honum ekki. Vertu í góðum brjóstahaldara. Brjóstin síga með aldrinum og þegar þau sitja orðið á bumbunni þá lítur dæmið enn ver út. Lyftu brjóstunum með góðum haldara og reyndu að búa til bil á milli maga og brjósta. Það getur gert mikinn mun. Klæðist einlitum fatnaði. Notaðu sama litatóninn frá toppi til táar helst dökkan. Það er svo hægt að klæðast jakka yfir dressið í einhverjum fallegum til að poppa það upp. Það getur líka verið sniðugt að prófa að fara í sítt vesti eða síða peysu yfir dressið. Buxur og pils með stórum rennilásum, hnöppum, beltislykkjum  eða örðum smáatriðum láta magann sýnast stærri. Klæðist einföldum pilsum eða buxum með breiðum streng.

Ritstjórn júlí 20, 2017 11:12