Nokkur skotheld varalitaráð

 

Það er hvimleitt þegar varaliturinn blæðir út í fínar línur á efri vörinni. Það er hins vegar auðvelt að koma í veg fyrir slíkt með varlitablýöntum, annað hvort í svipuðum lit og varaliturinn eða glærum. Þegar konur varalita sig er gott að byrja á því að bera augnkrem á í kringum varirnar og á þær til að þétta húðina, ýmis fleiri ráð eru til svo að liturinn fari sem best og dugi sem lengst. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rakið stig af stigi hvernig best er fyrir þroskaðar konur að varalita sig og hvaða áhöld þarf að hafa við hendina.

Ritstjórn maí 18, 2015 13:27