Þessi gúllassúpa er alveg sérstaklega góð, en blaðamaður Lifðu núna fékk hana í bókaklúbbi nýlega. Hún er úr smiðju Evu Laufeyjar sjá síðuna hennar hér. Hún kallar hana gúllassúpu mömmu, en sú sem lagaði súpuna fyrir bókaklúbbinn, hafði sleppt rófunni úr uppskriftinni og notað sæta kartöflu í staðinn, sem var mjög bragðgott.
Uppskriftin er hér fyrir neðan og er miðuð við fjóra til fimm manns.
- 600 – 700 g nautagúllas
- 2 msk ólífuolía
- 3 hvílauksrif, marin
- 1 meðalstór laukur, smátt skorinn
- 2 rauðar paprikur, smátt skornar
- 2 gulrætur, smátt skornar
- 1 sellerístöng, smátt skorinn
- 1 msk fersk söxuð steinselja
- 5 beikonsneiðar, smátt skornar
- 1 ½ l vatn
- 2 nautakraftsteningar
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1 msk tómatpúrra
- 1 meðalstór rófa, skorinn í litla bita
- 5 – 6 kartöflur, skrældar og niðurskornar
- Salt og pipar, magn eftir smekk
- 1 tsk kummin
- 1 tsk paprikuduft
Aðferð:
- Hitið olíu við vægan hita í potti, mýkið hvítlauk og lauk í smá stund.
- Bætið nautakjötinu, paprikum, gulrætum, sellerí, steinselju og beikoni saman við og
brúnið í 5 – 7 mínútur. - Bætið vatninu og teningum saman við, hrærið vel í.
- Setjið tómatana, tómatpúrru, rófu, kartöflur ofan í súpuna.
- Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og kummin.
- Leyfið súpunni að malla í 30 – 40 (eða lengur) mín við vægan hita.
- Berið súpuna fram með brauði og sýrðum rjóma.