Kynning

Siglt á lúxus skemmtiferðaskipi milli golfvalla

Golfsigling er nýjung sem Icelandair VITA ferðir bjóða nú upp á. Vinsældir golfíþróttarinnar hefur sprungið út á síðustu árum þannig að örðugt hefur reynst að finna hótel fyrir alla þá sem vilja nýta fríin í golfi.

Einn af golfvöllunum sem komið er við á í golfsiglingunni.

Sigling  milli borga þar sem spilað er golf

Í stað þess að gista á einu hóteli og spila golf á sama stað í marga daga bjóða Icelandair VITA ferðir nú upp á golfferð þar sem dvalið er um borð í lúxus skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda. Siglt er um Miðjarðarhafið með viðkomu í nokkrum borgum þar sem farið er í land og spilað golf á góðum völlum. Síðan er aðstaðan um borð nýtt þar sem nóg er um að vera þá daga sem ekki er spilað.

Ferðin hefst í Róm þangað sem flogið er með Icelandair og dvalið í tvær nætur á hótel Villa Pamphili og spilað á Olgiata golfvellinum.

Siglingin sjálf hefst siðan a þriðja degi. Frá Róm er siglt til Savona, þaðan til Marseille í Frakklandi, þá til  Barcelona á Spáni og Mallorca og svo Sikiley og spilað golf í öllum borgunum. Ferðin endar síðan í Róm þar sem flugið er tekið heim til Íslands á ný.

Ferðirnar sem voru settar upp fyrir haustið reyndust vera geysilega vinsælar og seldust upp en ráðgert er að fara aftur haustið 2024 svo golfarar geta strax farið að hlakka til.

Ritstjórn júlí 4, 2023 11:22