Skákmót í Viðey

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 20. júlí. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna sem leggur af stað frá Skarfabakka kl. 12:15. Athugið að mótið hefst kl. 13.

Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik). Eftir 5 umferðir verður gert stutt hlé á taflmennsku. Teflt verður í hlýlegu umhverfi á efri hæð Viðeyjarstofu en þar má kaupa ljúffengar veitingar á meðan á móti stendur.

Hámarks keppendafjöldi er 50.

Áhugasamir um þátttöku í mótinu þurfa að skrá sig á hlekk sem má finna í viðburðinum á Facebook. Það er einnig mælst til þess að ferjumiðar séu bókaðir fyrirfram hjá www.elding.is

Verðlaun á mótinu eru:
– 1. verðlaun: 15.000 kr.
– 2. verðlaun: 10.000 kr.
– 3. verðlaun: 5.000 kr.