Sparisúpa laxaunnandans

Þessi unaðslega súpa stendur alveg undir því að teljast heil máltíð. Og svo tilheyrir að smakka sig áfram en stuðst var nákvæmlega við eftirfarandi uppskrift við gerð súpunnar á myndinni:

3-400 g lax

2 paprikur, grænar eða rauðar

2 laukar

4 hvítlauksrif, marin

2 dósir niðursoðnir tómatar

½ l vatn

1 tsk. fiskikraftur eða 1 teningur

1/2 msk. rifin piparrót

salt og pipar eftir smekk

1-2 dl matreiðslurjómi

1-2 dl hvítvín (súpan er líka bragðgóð án vínsins)

Skerið paprikurnar og laukinn smátt og mýkið í olíu ásamt hvítlauknum í potti. Maukið tómatana í matvinnsluvél og setjið þá út í pottinn ásamt vatninu, fiskikraftinum og piparrótinni. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna kom upp og minnkið síðan hitann. Bætið rjóma og hvítvíni saman við og látið malla í 40 mínútur. Bætið þá fiskinum út í heita súpuna. Látið standa í nokkrar mínútur og berið fram með góðu brauði.

Ritstjórn febrúar 23, 2018 09:50