Píanóleikarinn Erna Vala leikur verk eftir Jórunni Viðar, Johannes Brahms og Béla Bartók á Steinway flygil Hannesarholts fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.
Erna Vala hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Þar á meðal má nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö, fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA- píanókeppninnar á Íslandi og Unga einleikara. Erna Vala hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum og spilað á einleiks- og kammertónleikum í tengslum við ýmsar tónleikaraðir og tónlistarhátíðir. Erna Vala lauk bakkalárgráðu og diplómu í píanóleik frá Listaháskóla Íslands og lærði hjá Peter Máté árin 2016 og 2017. Erna Vala er útskrifaðist með meistaragráðu í píanóleik frá Sibelíusarakademíunni árið 2019 undir handleiðslu Hömsu Juris. Auk þess hlaut hún meistaragráðu í hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2023 þar sem hún gengdi einnig stöðu forseta Stúdentaráðs LHÍ og forseta nemendafélags tónlistardeildar LHÍ.