Stökkir kjúklingaleggir

Flestir freistast reglulega til að kaupa tilbúinn mat, svokallað „take away“ sem bæði ilmar dásamlega og lítur út fyrir að vera bragðgóður. Kjúklingur er oft matreiddur þannig og þá gjarnan djúpsteiktur og er einn þessara rétta. En flestir vita að það er ekki heilsusamlegasta leiðin ef við viljum borða hollan mat og nýlega fréttist af fólki í Bandaríkjunum sem vildi djúpsteikja kalkún og það fór heldur illa. Djúpsteikning af og til er auðvitað allt í lagi en ekki gott að hafa þá eldunaraðferð fyrir reglu. En það er hægt að nota aðrar aðferðir til að fá svipaða útkomu og jafnvel betri, í öllu falli hollari. Og hér er ein:

Hnetuhjúpur:

1 dl hveiti

1 tsk. kjúklingakrydd, t.d. chicken seasoning

2 egg, pískuð

1-2 tsk. hnetusmjör

1 dl brauðrasp

1 dl blandaður hnetur, kurlaðar

1/2 dl möndluflögur

Blandið saman hveiti og kjúklingakryddi. Þeytið saman eggjum og hnetusmjöri. Blandið saman raspi, hnetukurl og möndluflögum. Veltið leggjunum fyrst upp úr hveitiblöndunni, síðan upp úr eggjunum og síðast upp úr raspinu og hnetukurlinu. Látið leggina í ofnskúffu eða fat. Dreifið olíu yfir þá og steikið við 200°C í 10 mínútur eða þar til þeir verða fallega brúnir. Með þessu er gott að bera fram salat og kalda sósu sem búin er til úr syrðum rjóma, 1 tsk. hnetusmöri, 1 marið hvílauksrif og 1 msk. sojasósa. Allt hrært vel saman.

 

 

Ritstjórn nóvember 27, 2020 12:09