Litríkt pastasalat með ótrúlega ljúffengri olíudressingu

Þetta pastasalat er þrungið af vítamínum en eftir því sem hráefnistegundir eru litríkari því vítamínríkari eru þær. Klettakálspestóið er sterkgrænt og þegar því er blandað salatinu má alveg ímynda sér að máltíðin sé vítamínsprauta með öllu þessu dýrindis hráefni.

Uppskrift fyrir fjóra:

1 bolli pastaskrúfur

1 paprika, skorin smátt

1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita og steikt í 10 mínútur

1/2 brokkólíhöfuð, skorið í stilka, steikt á pönnu

1 kjúklingabringa, steikt og skorin í bita

1/2 rauðlaukur, sneiddur þunnt

dl furuhnetur, ristaðar

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Blandið þeim saman við smátt skorna paprikuna, steiktu sætu kartöfluna, brokkolíið, kjúklinginn og rauðlaukinn. Dreifið furuhnetunum yfir í lokin.

Klettakálspestó:

1 poki klettakál

dl ólífuolía

2 msk. rifinn parmesan ostur

2 hvítlauksrif, marin

1 tsk. hunang

salt og pipar

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og maukið. Blandið saman við salatið og það verður sérlega fallegt og litríkt á borði. Berið afganginn af pestóinu fram með því. Gott langt brauð er ljúffengt með þessu salati

 

Ritstjórn nóvember 19, 2021 14:10