Helgina 30.-31. ágúst fara fram síðustu viðburðir sumarsins á Árbæjarsafni þegar Brúðubíllinn kemur í heimsókn, stórmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram og vinnsla mjólkur og ullar á gamla mátann verður til sýnis.
Brúðubíllinn – Afmælisdagur uglunnar
Brúðubíllinn snýr loksins aftur á Árbæjarsafn laugardaginn þann 30. ágúst kl. 15!
Í þetta sinn verður leikritið Afmælisdagur Uglunnar sýnt.
Í sögunni koma fram Björninn, Mýsla týsla, Íkorninn, Jarðálfurinn, Dúskur, Lilli api, Gutti og Úlfurinn.
Eftir sýninguna verður hægt að versla Lilla apa boli.
Leikarar eru Hörður Bent Steffensen, Alex Leó og Snævar Steffensen.
Ókeypis inn og öll velkomin!
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns.
Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Þátttökugjald er greitt með því að greiða aðgangseyri inn á safnið. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortshafa Reykjavíkurborgar, öryrkja og börn 17 ára og yngri. Þátttökugjaldið er greitt við inngang safnsins.
Núverandi Árbæjarsafnsmeistari er Arnar Erwin Gunnarsson.
Mótið er eitt af fjölmörgum sem T.R heldur í samstarfi við Reykjavíkurborg, en Viðeyjarmótið og Árbæjarsafnsmótið eru haldin í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Óskað er eftir því að keppendur skrái sig í gegnum hefðbundið skráningarform sem finna má á vef Taflfélagsins.
Öll velkomin!
Mjólk í mat, ull í fat
Mjólk í mat og ull í fat er yfirskrift sunnudagsins 31. ágúst kl. 13-16, en þann dag sinnir starfsfólk Árbæjarsafns ýmsum sveitastörfum upp á gamla mátann sem fróðlegt er að fylgjast með. Þennan dag er sérstök áhersla lögð á vinnslu mjólkur og ullar.
Í hugum margra hafa gömlu sveitastörfin yfir sér rómantískan blæ en til að fæða og klæða fólk þurfti mörg handtök á bænum.
Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og góðgæti með því.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.
Verið velkomin á Árbæjarsafn um helgina!