Hækkaður blóðsykur ein helsta orsök getuleysis

,,Ertu með skurði sem gróa seint eða ertu óvenju þreytt/ur? Sækir á þig þorsti og þarftu sífellt að vera að pissa. Eða ertu kannski ekki með nein þessara einkenna?

Nú er vitað að hár blóðsykur ber mjög oft lítil eða engin einkenni. Þess vegna er líklegt að margir hafi háan blóðsykur eða sykursýki 2 án þess að vita það. Hækkaður blóðsykur er ills viti og eins gott að vera á varðbergi.

Insúlínviðnám

Kolvetni eins og sykur, morgunkorn, pasta, brauð og kartöflur brotna auðveldlega niður í meltingarveginum og losa sykur út í líkamann. Brisið bregst þá við með því að framleiða insúlín sem hefur það meginhlutverk að ná blóðsykurmagninu niður  og gerir það með því að hjálpa orkufrekum frumum eins og vöðvafrumum að taka sykurinn upp.

Óheilnæmt mataræði og áralangt hreyfingarleyfi getur leitt til þess sem kallast ,,insúlínviðnám“. Líkaminn verður þannig ónæmari fyrir insúlíni. Afleiðingarnar verða þá þær að blóðsykurinn rís en hækkaður blóðsykur er forstigseinkenni sykursýki 2. Þegar blóðsykurinn hækkar bregst brisið við með því að dæla út æ meira insúlíni. En við ítrekaða ertingu hættir brisið að bregðast rétt við og þá verður uppi fótur og fit.

Áhrif offitu á sykursýki 2

Í greininni á vefnum hjartalif.is kemur fram að  þótt offita geti leitt til sykursýki 2 er það ekki algilt. Fólk getur verið of þungt án þess að vera sykursjúkur og sykursjúkur án þess að vera of þungur. Þar segir að raunverulegi vandinn sé ekki hvað við drögnumst með af kílóum heldur hvar þau setjast.

Árhif sykursýki á líkamann

  1. 70 % sykursjúkra þurfa blóðþrýstingslyf.
  2. 65% sykursjúkra þurfa blóðfitulyf.
  3. Sykursjúkir, jafnvel þótt þeir séu á fullum lyfjum, eru tvisvar sinnum líklegri til að lenda á spítala, örkumlast eða deyja úr hjartaáfalli.
  4. Sykursjúkir eru 1.5 sinnum líklegri til að fá lamandi heilablóðfall.
  5. Sykursýki er helsta orsök fyrirbyggjanlegrar blindu í þróuðum löndum.
  6. Sykursýki er ein helsta orsök getuleysis.
  7. Sykursýki tvöfaldar hettuna á vitglöpum.
  8. Sykursýki er orsök nýrnabilunar í helmingi nýrra tilfella, flestir sem fara í himnuskiljun eru sykursjúkir.

Upplýsingar af vef hjartalíf.is

Ritstjórn september 21, 2022 07:00