Samkvæmt nýlegum könnunum vilja færri fullorðnir Bandaríkjamenn létta sig en fyrir áratug að því er fram kemur í grein í Huffington Post. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði á árunum 2010 til 2016 vildu 53 prósent fullorðinna létta sig, sex prósent færri en vildu léttast á árunum 2000 til 2009. Það sem meira er Bandaríkjamönnum sem telja sig of þunga hefur fækkað. Á tíunda áratugnum töldu 44 prósent Bandaríkjamanna að þeir væru of þungir samanborið við 41 prósent á síðasta áratug. Á árunum 2010 til 2016 fækkaði enn í hópnum sem taldi að þeir væru of þungir, í dag eru þeir sem telja sig þessa hóps 37 prósent fullorðinna. Þessar niðurstöður eru í andstöðu við kannanir sem sýna að það er fjölgun í hópi þeirra sem teljast offeitir. Síðast liðin 15 ár hefur þeim sem teljast offeitir fjölgað úr 30,5 prósentum á árunum 1999 til 2000 í 37,7 prósent á árunum 2013 til 2014. Ástæðan fyrir þvi að færri vilja létta sig er ekki með öllu ljós. En það kom fram í könnunum Gallup að þyngdarviðmið fólks í Bandaríkjunum hefur breyst. Á tíunda áratugnum taldi fólk að 69 kíló væri hin æskilega meðaltalsþyngd.Um aldamótin var sú tala komin upp í 72 kíló og á árunum 2010 til 2016 var viðmiðið orðið 73 kíló. Í könnun sem gerð var árið 2015 vildu 49 prósent fullorðinna létta sig það var í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem innan við helmingur fullorðinna í Bandaríkjunum taldi að hann þyrfti að léttast.