Viltu grennast hratt? Skoðaðu þetta

Byrjum á svefninum.

Svefn gefur þér orku til að brenna fleiri hitaeiningum yfir daginn. Fólk sem sefur minna en 6 klukkustundir á nóttu eru 27% líklegri til að fitna. Ef svefninn er minnkaður niður í 4 klukkutíma á nóttu ertu 67% líklegri til að hlaða á þig kílóunum á miklum hraða.

Borðaðu morgunmat.

Borðaðu hollan og næringarríkan morgunmat, sem inniheldur prótein, gróft korn og ávexti. Þannig heldur þú blóðsykrinum í jafnvægi allan morguninn og kemur í veg fyrir að þú borðir of mikið síðar um daginn.

Borðaðu hollt.

Vertu þér úti um hollar uppskriftir og geymdu allar uppáhaldsuppskriftirnar þínar á einum stað.

Ávextir og grænmeti eru hollustuvara

Ávextir og grænmeti eru hollustuvara

Borðaðu oftar.

Við ólumst upp við að borða 3 góðar máltíðir á dag, gleymdu því. Að borða minni máltíðir oftar yfir daginn hjálpar þér að grennast. Þú ert mettari yfir daginn og það er ólíklegra að þú borðir yfir þig af hungri.

Hægðu á þér.

Eyddu að minnsta kosti 30 mínútum í að borða hverja máltíð. Það tekur heilann um 20 mínútur að fá skilaboðin um að þú sért orðinn saddur. Að drekka vatn fyrir og með máltíðum hjálpar til við að hægja á sér. Fólk sem drekkur 2 vatnsglös fyrir hverja máltið innbyrðir 40 færri hitaeiningar yfir daginn.

Drekktu kaffi.

Já, kaffi er gott fyrir þig en með takmörkunum. Enginn rjómi, sykur eða sætuefni. Og mocha java súkkulaði latte, það telst ekki með. Við erum einfaldlega að tala um svart kaffi, tvisvar á dag. Með koffíni, er betra til að grennast, en koffínlaust sleppur líka.

Tyggigúmmí.

Já, að tyggja sykurlaust tyggigúmmí getur hjálpað til við að losna við kílóin. Heilinn fær skilaboð um að þú sér saddur.

Nesti í vinnuna.

Taktu með þér 2 millimál í vinnuna. Ávöxtur og fitusnauð mjólkurafurð, jógúrt eða kotasæla eru góðir kostir.

Dökkt súkkulaði.

Núna erum við að koma að þessu bragðgóða. Ekki hlaupa í súkkulaðið alveg strax. Hollt val er dökkt súkkulaði, 70% og dagskammturinn er lítill biti.

Það er nauðsynlegt að vikta sig reglulega ef það á að fylgjast með viktinni

Það er nauðsynlegt að vigta sig reglulega ef það á að fylgjast með þyngdinni

Teldu skrefin.

Að ganga kemur þér ekki einungis í gott form heldur getur það minnkað líkurnar á elliglöpum. Að auki sýna sumar rannsóknir að fólk sem getur ekki gengið einn fjórða úr kílómetra á 5 mínútum sé með hærri dánartíðni. Fáðu þér skrefamæli og reyndu að komast í meðaltalið, 1.000 kref á dag, 7 daga vikunnar. (Mundu samt að ráðfæra þig við lækninn þinn áður en þú byrjar í nýrri hreyfingu).

Drekktu meira vatn.

Við fáum fleiri kaloríur úr drykkjum en við gerum okkur grein fyrir. Diet drykkir geta aukið langanir þínar í sykur og fæðu sem inniheldur mikið magn kaloría. Diet drykkir trufla getu okkar til að meta hversu margar kaloríur við höfum innbyrgt svo við endum með að borða meira en við hefðum gert. Að lokum eru tengsl á milli diet drykkja og aukinnar áhættu á sykursýki 2 og efnaskiptavandamálum. Einnig eru tengsl á milli slaga og hjartasjúkdóma samkvæmt rannsóknum í University of Miami.

Borðaðu við borð.

Rannsóknir sýna að ef við borðum sitjandi við borð þá borðum við hægar. Það gefur líkamanum tækifæri til að senda skilaboð um að þú sért orðinn saddur og þú borðar minna. Borðaðu einnig af minni disk, það er auðveld leið til að stjórna skammtastærðinni.

Vigtaðu sjálfan þig

Þegar kílóunum fækkar skaltu ekki vera hræddur við að vigta sjálfan þig einu sinni í viku, það er besta leiðin til að fylgjast með árangrinum. Mundu að vigta þig á sama tíma í hvert skipti, annað hvort á morgnana þegar þú ert búinn að tæma blöðruna eða á kvöldin, rétt áður en þú ferð að sofa.

 

Ritstjórn apríl 10, 2015 11:50