Þorir þú í fallhlífarstökk?

Vinna. Sofa. Vinna.

Fyrir okkur flest verður lífið rútína sem einkennist af endurtekningum og hversdagslegum hlutum. Það þykir heilanum ekki gott. Því þótt heilinn sé miðstöð andlegrar tilveru okkar er hann merkilegrar gerðar.

Heilinn skiptist í þrjá hluta. Stóriheilinn ákveður hvernig persónuleiki þú ert og þar er minnið og tungumálið. Litli heilinn stýrir hreyfingum og jafnvægi. Heilastofninn stýrir hjartslætti og hreyfingu.

Það er nauðsynlegt að reyna á heilann með því að gera eitthvað frábrugðið því venjulega, einu sinni á dag. „Annars sofnar hann“, segir Troels W.Kjær, sem er heilasérfræðingur og yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Hróarskeldu í Danmörku.

Prófaðu eitthvað nýtt

Það er misjafnt hvað er nýtt fyrir fólki og hvað ekki. Einn er lofthræddur og annar treystir sér ekki til að syngja. Troels W. Kjær segir að það sé mjög mismunandi hvar mörkin liggi hjá fólki, þegar það vill reyna á sig með því að prófa eitthvað nýtt. Sumum finnist stórmál að þurfa að sitja hjá ókunnugri manneskju í boði, en öðrum finnist það bara mjög spennandi.

Mörkin ráðast af hvernig persóna þú ert

Það er sem sagt mjög mismunandi, hvaða leið er best til að reyna á heilann. Það snýst um að átta sig á „svörtu holunum“ hjá sjálfum sér. Menn þurfa að finna út hvað þeir eiga erfitt með að gera. „Kannski ert þú lokuð persóna sem kærir þig ekki um að tala við nýtt fólk“, segir Kjær.

Ef svo er, geturðu skorað sjálfan þig og heilann á hólm, með því að setjast hjá einhverjum ókunnugum í mötuneytinu, eða með því að hefja samræður í strætó, við einhvern sem þú þekkir ekki. Það þarf að gera eitthvað sem menn eru ekki vanir að gera.

Þjálfaðu til að skerpa heilann

Gerðu eitthvað annað en þú ert vanur. Ef þú ert til dæmis vanur að aka eftir gps tæki, slökktu þá á því. Þú getur líka farið afturábak upp tröppur eða leikið danska leikinn „Finndu Holger“. Þetta hjómar kannski heimskulega, en virkar að sögm Kjærs.

Það skiptir máli hvernig persóna þú ert. Fyrir einhverja getur það verið stórátak að kasta sér út í fallhlíf. Fyrir aðra er það spennandi og skemmtileg upplifun.

Athugaðu að það þarf  tíma í að þjálfa heilann, eitt skipti dugar ekki. Ef þú ert lokuð manneskja og einsetur þér að reyna á heilann með því að taka ókunnugt fólk tali, þá þarftu að gera það nokkrum sinnum á dag og halda því svo áfram í nokkrar vikur.

 

Ritstjórn júlí 7, 2015 13:35