Læknar hafa lengi vitað að það eru tengsl á milli andlegra meina og líkamlegrar heilsu, þrátt fyrir það hefur andleg vanheilsa ekki verið talin einn aðaláhættuþáttur hjartasjúkdóma þangað til nú. Þunglyndi hefur lengi verið talið auka hættuna á meltingarkvillum, þrálátum verkjum, heilablóðfalli og ótímabærum dauða. En þunglyndi er líka áhættuþáttur hjarta og æðasjúkdóma.Raunar virðist hættan vera gagnkvæm. Sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma hættir til þunglyndis og líkamlega heilbrigðu fólki sem greinist með þunglyndi hættir til að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma, að því er fram kemur á vef Huffington Post.
Samkvæmt niðurstöðum þýskrar rannsóknar sem birtar voru í Journal Atherosclerosis nýlega kom fram að þeir sem þjáðust af depurð og þreytu voru í álíka hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma og þeir sem voru með of hátt kólesterol eða voru offeitir. Raunar voru þunglyndir og daprir í meiri hættu en þeir sem reyktu eða voru með of háan blóðþrýsting. Í þýsku rannsókninni var fylgst með 3.500 körlum á aldrinum 45 til 74 ára í tíu ár. Safnað var upplýsingum um andlega og líkamlega heilsu þeirra. Þeir sem greindust með krónískt þunglyndi áttu á hættu að deyja úr hjartasjúkdómum. Fram kom að þeir sem voru þunglyndastir voru í sömu áhættu gagnvart hjarta og æðasjúkdómum og þeir sem voru of hátt kóleseról og þeir sem voru offeitir. 15 prósent þeirra sem létust vegna hjartasjúkdóma á tímbilinu voru þunglyndir. Hvernig þunglyndi hefur áhrif á hjartað er ekki vitað til fullustu. Læknar hafa þó sett fram tilgátu um að ákveðnir streituhormónar hafi áhrif á hjartað. Það er heldur ekki vitað hvort meðferð við þunglyndi stuðli að heilbrigðara hjarta.
Í rannsókn frá 2014 kom fram að fólk með geðsjúkdóma á borð þunglyndi, geðhvarfasýki og geðhvarfasýki var tvisvar sinnum líklegra til að hafa fengið heilablóðfall eða hjartaáfall en þeir sem sem ekki þjáðust af geðsjúkdómum. Aðrir benda á að hjartaáföll geti tengst daglegu lífsmynstri. Fólk með geðræna sjúkdóma reyki oft, borðu óhollan mat, noti eiturlyf og drekki of mikið af áfengi auk þess sem fólk hreyfi sig of lítið. Heilbrigt líferni hefur bæði áhrif á hjartaheilsu og þunglyndi. Það þýðir að fólk ætti almennt að hreyfa sig, borða hollt, reykja ekki, taka því rólega og reyna að forðast streitu og takmarka áfengisdrykkju sína.