Unaðsleg hindberjakaka sem minnir á vorið

2 stór egg

2 dl sykur

2 ½ dl hveiti

½ tsk. lyftiduft

200 g hindber, frosin

125 g kalt smjör

sítrónumelissa og fersk hindber til skrauts

 

Þeytið saman sykur og egg. Blandið síðan hveiti og lystidufti sman við. Hellið deiginu í smurt smelluform, 28 sm í þvermál. Takið hindberin úr frysti og dreifið þeim strax yfir deigið. Skerið kalt smjörið með ostaskera og þekið berin með því. Bakið í miðjum ofni í 30 – 35 mín. við 175 gráður C. Látið kökuna kólna lítið eitt og skreytið með ferskum hindberjum og sítrónumelissu. Sigtið fjórsykri yfir ef vill.  Berið fram með rjóma.

Ritstjórn febrúar 25, 2025 07:00