„Árið 2013 sagði fulltrúi ríkisskattstjóra að „bótasvik aldraðra og öryrkja í kerfi almannatrygginga á íslandi væru 3,4 milljarðar á ári. Nú hefur verið upplýst að þetta var rangt. Þessu var logið upp á íslenskt lífeyrisfólk. Byggt var á danskri skoðanakönnun, ekki rannsókn, heldur skoðanakönnun og Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun gáfu sér síðan að bótasvik yrðu eins mikil á Íslandi eins og einhver skoðanakönnun í dönskum sveitafélögum gaf til kynna um bótasvik í Danmörku. Þetta er fáheyrt og verður að gera þá kröfu til Tryggingastofnunar að hún biðji aldraða og öryrkja afsökunar á þessari framkomu við þá,“ segir Björgvin Guðmundsson í nýjum pistli á bloggsíðu sinni.
„Andstæðingar almannatrygginga á Íslandi stigu strax í ræðustól á Alþingi og áttu ekki nógu og sterk orð yfir mikil „bótasvik“ Íslendinga. Vigdís Hauksdóttir ýkti upphæðina og talaði um hærri upphæð en danska skoðanakönnunin hafði nefnt. Bjarni Benediktsson fór strax að ræða um bótasvik aldraðra og öryrkja á Íslandi. -Í ljós hefur komið að bótasvik aldraðra o göryrkja á Íslandi eru lítil sem engin!
Það er stutt síðan upplýst var að Alþingi og Tryggingastofnun hefðu fyrir mistök tekið 5 milljarða af öldruðum og öryrkjum án lagaheimildar, það er í janúar og febrúar 2017. Og þau mistök sem nú þegar hefur verið upplýst um eru ekki síður alvarleg. Það er erfitt að meta það til fjár þegar tvær ríkisstofnanir sameinast um að reyna að hafa æruna af öldruðum og öryrkjum á Íslandi,“ segir Björgvin ennfremur.