Skipulega rutt út af vinnumarkaði

Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson

„Svo virðist sem fólki sem er farið að halla í og yfir sextugt sé skipulega rutt út af vinnumarkaði. Til skamms tíma var staðan þannig í bönkunum að hver einasta kona sem vann þar og var farin að halla í sextugt fékk skjálfta í hnén þegar nálguðust mánaðamót,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar í umræðum um atvinnumál 60 ára og eldri á Alþingi fyrir helgi, sjá hér. Hagtofa Íslands heldur utan um tölur um atvinnuþátttöku allra aldurshópa. Atvinnuþátttaka fólks hér á landi er minnst á aldrinum 55 til 74 ára.tafla inn í texta

 

Steinunn Þóra Árnadóttir

Steinunn Þóra Árnadóttir

„Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar kallar að mínu mati á viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Hlutfall eldra fólks er að aukast í samfélaginu og það eru alltaf fleiri og fleiri aldraðir sem búa við góða heilsu og getuna og viljann til þess að vera lengur á vinnumarkaði. Svo er það hin hliðin að það er hópur fólks á vinnumarkaði þar sem nýgengi örorku er mjög hátt og er þá oft sérstaklega vísað til kvenna sem eru komnar yfir 55 ára og þurfa hreinlega að hætta að starfa vegna slits og álags í vinnu,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.

Illa farið með ágætisauðlind

„Þeir sem verða sextugir geta vænst þess að lifa í 22–25 ár eftir kyni. Það að afskrifa þennan hóp af vinnumarkaði er býsna illa farið með ágætisauðlind sem er vinnuafl fólks. Vinnan er í langflestum tilfellum sú birtingarmynd sjálfsmyndar sem fólk þarf að búa við og það að afskrifa fólk á þessum aldri, á mínum aldri, er býsna harkaleg ráðstöfun. Ég tel að þeir sem hafa aflað sér þekkingar, reynslu og ýmissar aðlögunar á býsna löngum starfsaldri og verða sextugir séu ágætisstarfskraftur,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki.

Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Gríðarstór hópur

Ingibjörg Þórðardóttir

Ingibjörg Þórðardóttir

Það fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem eru á aldursbilinu 55 til 74 ára og sú fjölgun heldur áfram á næstu áratugina.„Á margan hátt er hópurinn ósýnilegur en hann er gríðarstór. Í honum eru tugir þúsunda á Íslandi og hann fer stækkandi án þess þó að verða meira sýnilegur. Fólk á aldrinum 60 plús á oft erfitt með að fá vinnu, og það á ekki síst við um konur, sem veldur því að fólk þorir ekki að breyta. Það þorir ekki að flytja og þorir ekki að segja upp atvinnu sem það er kannski ekkert sérstaklega sátt við. Það býr því við ákveðna fjötra  sagði Ingibjörg Þórðardóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Undanfarin ár hefur einn stærsti hópurinn sem hefur verið langtímaatvinnulaus, verið 55 ára og eldri. Sá sem hér stendur er á móti sóun í hverri mynd sem hún birtist. Ég lít þannig á að með því að við viðhöldum nokkurri æskudýrkun erum við að kasta á glæ reynslu og þekkingu sem fólk hefur safnað sér upp í áranna rás. Ég tel reyndar að á þeim hópi sem nú gengur atvinnulaus, sérstaklega þeim sem er langtímaatvinnulaus, þurfi frekari greiningu, til dæmi á menntunarstigi og svo framvegis, til að hægt sé að grípa til sérstakra ráðstafana hvað þetta varðar,“ sagði framsóknarmaðurinn Þosteinn Sæmundsson.

þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson

Samfélagsleg ábyrgð

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ragnheiði Ríkharðdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins finnst að fólk eigi að hafa val.„Gefum fólkinu val, horfum til þess að nýta reynslu og þekkingu allra á öllum aldri til þess að koma að því að byggja upp það samfélag sem við viljum og margir kalla eftir samfélagslegri ábyrgð. Val fólks til þess að halda áfram að vinna, val fólks til þess að velja sér tíma til að fara á eftirlaun sé á þeirra höndum en ekki rígbundið lögum á vinnumarkaði eða viðhorfi einstaka atvinnurekanda og þar á meðal ríkisins.“

Ritstjórn október 20, 2015 11:57