Endurgreiða tannlæknakostnað erlendis

Grímur Axelsson aðstoðar fólk við að komast til tannlækna í Búdapest.

„Sjúkratryggingar Íslands eru byrjaðar að endurgreiða viðskiptavinum Kreativ Dental það sem þeir eiga rétt á í endurgreiðslu tannlæknakostnaðar eins og aðgerðin hefði verið gerð á Íslandi. Nú á fólk sem hefur farið eða er á leiðinni til Kreativ Dental, því sama rétt til endurgreiðslu og það ætti ef meðferð hefði farið fram á Íslandi hvort sem það eru aldraðir, öryrkjar eða aðrir sem rétt eiga á endurgreiðslu tannlæknakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir alþjóðahagfræðingurinn Grímur Axelsson sem er umboðsmaður ungversku tannlæknamiðstöðvarinnar Kreativ Dental. Hann bætir við að það hafi því skapast enn betra tækifæri fyrir þá sem ekki hafa haft ráð á að leita sér þjónustu tannlækis um langt skeið til að fá sína tannheilsu í lag í eitt skipti fyrir öll.

Þeir skipta orðið mörgum tugum íslendingarnar sem hafa farið til Búdapest að leita sér tannlækninga síðan Grímur opnaði heimasíðu Kreativ Dental fyrir rétt rúmu ári.

„Til okkar er að koma fólk frá 25 ára og upp úr. Algengast myndi ég segja að fólk væri á bilinu 35-75 ára. Ég get ekki beinlínis sagt að einn aldurshópur sé algengari en annar – annað en að segja að þeir sem þurfa eitthvað aðeins meira en bara láta gera við eina holu eða tvær eru algengasti hópurinn sem er að koma til Kreativ Dental, segir Grímur og bætir við að konur séu ívíð fleiri en karlar sem leita tannlækninga hjá Kreativ Dental.

„Hugsanlega er það vegna þess að þær hugsa almennt betur um heilsu sína og eru líklega bæði viljugari og óhræddari við að leita til sérfræðinga vegna þessa en karlmenn. Ég hef hins vegar tekið eftir varðandi starfsstéttir að töluvert hefur borið á verkfræðingum og hjúkrunarfræðingum sem hafa verið að koma til Kreativ Dental í tannlækningar,“ segir hann. „Fólk hefur haft það á orði að það hafi aldrei upplifað annað eins bæði í gæðum, þjónustu, tímasparnaði og verði. Fyrirkomulagið gæti heldur ekki verið einfaldara og öruggara. Það er bara að hafa samband við mig í gegnum heimasíðuna „Hafðu samband“ og ég geng frá öllu varðandi bókun í skoðun hjá tannlæknastofunni, móttöku og akstri frá flugvellinum í Búdapest og hóteli. Eftir það pantar fólk flug þegar ég er búinn að festa tíma í skoðun.“

Allt efni á heimssíðunni er líka á íslensku og allar aðgerðarlýsingar, skráningarblöð og fleira sem fólk fær í hendur hjá Kreativ Dental og er það til mikilla þæginda. Ég verð líka var við að ekki líður á löngu eftir að gestir mínir fara aftur heim að einhver kemur úr fjölskyldu eða af vinnustað viðkomandi. Reynsla þeirra sem koma til Kreativ Dental er því sú að þeir mæla með því við sína nánustu að skella sér í smá tannlæknafrí til Búdapest því heimsókn til Kreativ Dental er meira en bara tannlækningar eins og ég hef komist að raun um. Í Búdapest gista flestir á sama fjögurra stjörnu hóteli og skapast þar góður andi, þar sem fólk hefur gagn og gaman hvert af öðru. Það nýtur tímans og alls þess sem þessi yndislega borg hefur upp á að bjóða hvort sem það er verslun eða menning. Ég veit að úr þessum heimsóknum hafa sprottið fjölmörg vinabönd og jafnvel kaffihúsaklúbbur sem nú hittist reglulega á Íslandi.

Almennt er fólk að hafa samband til að skipuleggja heimsókn með 2-6 vikna fyrirvara. Stundum er fólk þá að hugsa það út frá fríi á vinnustað en það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að tannheilsa fólks er vissulega heilsa þess og því á það rétt á veikindadögum þegar það fer í tannlækningar eins og aðrar lækningar. Fólk fær því vottorð hjá Kreativ Dental fyrir þann tíma sem meðferð stóð yfir og fær þá greitt sitt veikindafrí. Oft bjóða verkalýðsfélög félagsmönnum sínum upp á styrki til tannlækninga sem einnig er gott að kanna hvort fólk eigi rétt á segir Grímur að lokum en bætir við „Þó fyrirvarinn sé skemmri en 2-4 vikur kem ég flestum að í skoðun með styttri fyrirvara en það.“

Sjá einnig Tannlækningar á 50 til 70 prósent lægra verði í Búdapest.

 

Ritstjórn nóvember 8, 2017 10:36