Nautahakksbollur međ gulrótarsalati frá Ernu Svölu

Réttur eins og þessi er tilvalinn á köldum vetrarkvöldum. Hann er einstaklega ljúffengur og ekki er verra að hann er sérlega einfaldur og allir geta útbúið. Svo fellur hann að smekk flestra, bæði ungra sem eldri.

Rétturinn dugar fyrir 4

500 g nautahakk

2 góđar tsk. þúsund og ein nótt, kryddblanda frá Lækninum í eldhúsinu

2 góđar tsk. El Torro Loco, kryddblanda frá Lækninum í eldhúsinu salt og pipar

Olía

Hnođiđ kryddunum vel saman viđ nautahakkiđ og látiđ bíđa í u.þ.b. 30 mín. svo kryddiđ nái ađ blandast vel samanviđ hakkiđ.

Hnođiđ litlar bollur og byrjiđ á ađ steikja eina bollu til ađ sjá hvort ykkur líkar kryddmagniđ. Bæltið við kryddum ef þurfa þykir. Steikiđ síđan afganginn af bollunum. Gætið þess ađ steikja þær ekki  of lengi því þá geta þær orđiđ of þurrar.

Sósa:

Grísk jógúrt,

hunang,

Harrissa kryddmauk (fæst td. í Frú Laugu)

salt og pipar

Setjiđ gríska jógúrt í skál, bætiđ saman viđ hunangi og Harrissa kryddmauki og kryddiđ ađeins međ salti og pipar.

Smakkiđ sósuna til. Geymiđ í ísskáp fram ađ notkun.

Gulrótarsalat:

gulrætur

Feta ostur í olíu

örlítill sítrónusafi

valhnetur

salt og pipar

fersk basilika (má sleppa)

Afhýđiđ gulræturnar og rífiđ gróft. Bætiđ feta osti saman viđ, gott að hafa smávegis af olíunni međ. Sprautiđ ađeins af sítrónusafa yfir og blandiđ vel. Myljiđ valhneturnar yfir, kryddiđ međ salti og pipar og fínt saxađri basiliku (má sleppa). Blandiđ öllu vel saman og smakkiđ til.

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 19, 2018 08:26