Einfaldur saltfiskréttur

Saltfiskur er afar góður matur. Þessi uppskrift er einföld en mjög bragðgóð og það tekur ekki langan tíma að setja hana saman. Uppskriftin er fyrir tvo til þrjá.

 

2 matskeiðar repjuolía (eða önnur bragðlítil olía)

1 stór gulur laukur (sneiddur)

3 timian stilkar (notið einungis laufin)

1 stórt hvítlauksrif marið eða smátt skorið

1 dós tómatar (skornir smátt)

chile pipar eftir smekk

250 grömm saltfiskur (þunnt skorinn eða rifinn)

 

Hitið olíuna á pönnu (varist að hún verði of heit) sneiðið laukinn og steikið hann þangað til hann er orðinn glær. Bætið timian laufunum út í og steikið áfram í eina mínútu. Bætið hvítlauknum, tómötunum og chilipiparnum á pönnuna, saltið  eftir smekk og látið malla í eina til tvær mínútur.  Lækkið hitann og bætið þunnt skornum saltfiskinum á pönnuna og steikið áfram í fimm til sjö mínútur. Klippið graslauk yfir réttinn áður en hann er borinn fram það er þó ekki nauðsynlegt.  Berið fram með hvítlauksbrauði, soðnum hrísgrjónum eða grænu salati.