Hækkandi aldri fylgja grá hár. Sumir fagna gráu hárunum og dettur ekki í hug að láta lita þau í burtu á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að láta þau sjást. Grái háraliturinn hefur verið vinsæll síðustu misseri meðal kvenna á öllum aldri. Grátt hár getur vissulega verið fallegt eins og þessar myndir sem við fundum á vef Huffington Post sýna. Hér er hægt að sjá fleiri útfærslur.
- Grátt hár getur svo sannarlega verið smart.