Helstu atriði

  • Forseti ASÍ gagnrýnir að þingmenn taki ekki þátt í opinberri umræðu um sveigjanleg starfslok.

Tengdar greinar

Þingmenn ekki að hlusta

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýnir að enginn þingmaður, utan félagsmálaráðherra, hafi mætt á ráðstefnu um sveigjanleg starfslok og á málþing um hækkun lífaldurs og áhrif hennar á lífeyrissjóðina „Þetta er áhyggjuefni,“ segir Gylfi.

Gylfi Arnbjörnsson

Gylfi Arnbjörnsson

Hann bendir á að mikil umræða hafi verið um lífeyrismál og þátttöku eldra fólks á vinnumarkaði innan verkalýðshreyfingarinnar,  hjá Samtökum atvinnulífsins og í félögum eldri borgara.

Ekki þátttakendur í umræðu

„Það er áhyggjuefni að þingmenn hafi ekki tíma til að sinna þessari umræðu.  Hvað eigum við að gera í framtíðinni?“ spyr hann.  Gylfi segir að það sé verið að móta og ræða tillögur.

„Við erum að reyna að leita sátta um ákveðnar tillögur en þingmenn  sem eiga að taka ákvörðun þær eru ekki þátttakendur í umræðunni. Vafalaust verða þeir svo móðgaðir þegar tillögurnar koma inn á þing yfir því að það skuli vera búið að ákveða þær einhversstaðar annarsstaðar,“ segir forseti ASÍ.  Hann segir að með þessu móti verði þingið að afgreiðslustofnun en ekki stofnun sem marki stefnu í málaflokknum og það sé líka áhyggjuefni

Ritstjórn nóvember 26, 2014 15:34