Viðar Eggertsson leikstjóri og verðandi eftirlaunamaður skrifar greint í Morgunblaðið í dag, sem ber fyrirsögnina Milljónafólkið. Þar gerir hann meðal annars að umtalsefni ummæli Óla Björns Kárasonar alþingismanns á borgarafundi um málefni eldri borgara í Sjónvarpinu í síðustu viku. Fjallar Viðar í greininni um lífeyrissjósmál og almannatryggingar og þá staðreynd að eftirlaun frá Almannatryggingum eru 248.105 kr. á mánuði fyrir skatt og skerðingar. Hann segir að fjármálaráðherra hafi ranglega haldið því fram að efirlaun séu 300.000 krónur á mánuði og oftast kallað þessi eftirlaun hinu háðulega nafni „bætur“.
Eftirlaun almennings koma úr sama ríkissjóði og eftirlaun þingmanna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „bætur“ af einhverjum ástæðum.
Þess er vert a geta að um 20% eftirlaunafólks sem býr eitt og er ógift gefst færi á sérstakri heimilisuppbót – jú rétt, það eru bætur – að hámarki 62.695 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskyldu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarríkinu. Ef það gerir það þá eru það umsvifalaust svipt þessari uppbót.
Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða lífskjarasamningar sem eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá situr einn hópur samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar. Þeim er ert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Sú næsta er boðuð um áramót, hvorki meira né minna en 3,5% hækkun frá síðustu hækkun fyrir ári.
Þau ummæli Óla Björns Kárasonar á borgarafundinum sem Viðar mótmælir eru dæmið um kjör eldri borgara, sem eru með milljón í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum. Viðar segir:
Kannski sýnir þetta sápukúluna og firringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum – nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa?
Hitt þekki ég aftur á móti vel – af miklum fjölda fólks – sem hefur í kringum 250.000 krónur í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 248.105 kr., að þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr langstærsti hluti eldri borgara þesas lands.
Já og svo er fjöldi fólks sem ber enn minna úr býtum.