Stjörnur í augum einhverra!

Myndin sem fylgir þessari grein er af einni gerð af manneskjum. Sú gerð er grönn og geislar af gleði. Við vitum auðvitað að það er ekki þverskurðurinn af fólkinu í heiminum. Konurnar á myndinni eru allar miðaldra og ein orðin áttræð og þær eru stjörnur á einhvern hátt. Við getum treysti því að myndin eru myndunnin, eða ,,fótóshoppuð“ þannig að búið er að slétta úr misfellum og hrukkum og jafnvel grenna módelin. En þessi mynd og viðlíka myndir sem haldið er að okkur í fjölmiðlum eru einmitt þær sem við berum okkur saman við og samanburðurinn verður alltaf okkur í óhag. En tískuráðin eiga samt við þótt við lítum ekki út eins og fræga fólkið því öll erum við stjörnum í augum einhverra! Tökum úr þessum ráðum það sem nýtist okkur.

1. Dökkar gallabuxur ganga vel við flest óformleg tækifæri, t.d. í vinnu eða úti að borða með vinum á meðan gallabuxur úr ljósu efni eru frjálslegri.

2. Ef konur yfir fimmtugt hafa sjálfstraust og eru trúar stíl sínum er engin ástæða til að hætta að vera frakkar og prófa eitthvað nýtt í klæðaburði.

3. Hvítur blazer jakki yfir fallega ljósa blússu er klæðnaður sem er skoteheldur við fínni tækifæri.

4. Vertu viss um að þú sért í brjóstahaldara af réttri stærð. Brjóstahaldara ætti alltaf að máta en alls ekki geta sér til um stærðina.

5. Ekki hræðast liti. Jane Fonda klæddist þessum glæsilega kjól við Emmy verðlaunin 2017 og margir tóku andköf yfir litagleðinni. Við þann atburð varð mörgum ljóst hversu viðeigandi er fyrir eldri konur að klæðast skærum litum.

1.

2.

3.

4.

5.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn júní 18, 2021 15:28