Steikt ýsa með rækjum, stökkum möndlum og hvítlauk

Þessa girnilegu uppskrift fundum við á vefnum Fiskur í matinn sem Norðanfiskur heldur úti. Höfundur hennar er Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.  Uppskriftin er ætluð fyrir fjóra.

  • 800 g ýsa
  • 200 g rækjur
  • 160 g heilar möndlur með hýði
  • Salt og pipar
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 2 knippi steinselja, söxuð
  • Ólífuolía
  • 100 g smjör

Saxið möndlurnar í u.þ.b. þrennt og setjið í eldfast mót, blandið smá ólífuolíu og saltið smá. Bakið við 150°C í u.þ.b. 15–20 mín. án þess þó að þær brenni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið ýsuna á snarpheitri pönnunni, kryddið með salti og pipar. Stráið yfir söxuðu möndlunum ásamt safanum úr sítrónunni og rækjunum, veltið á pönnunni í smá stund og berið fram.

Ritstjórn september 6, 2019 07:19