Hvað á að gefa þeim sem eiga allt? Á hverju ári er það sami höfuðverkurinn að finna eitthvað fyrir fólk sem vantar ekkert. Góð lausn getur verið að gefa eitthvað sem eyðist. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir að gjöf handa karlmanni sem á allt en notar snyrtivörur.
Falleg gjafaaskja frá Biotherm inniheldur Aquafitness & Deodorant, eða sturtugel og svitakrem. Þetta eru vandaðar vörur sem innihalda steinefni sem hafa góð áhrif á húðina. Ilmurinn er náttúrulegur og ferskur og engum ilmefnum bætt í.
Armani CODE eau de toilette er vinsæll ilmur fyrir karla. Í þessari gjafaöskju er að finna glas í fullri stærð og annað í þægilegri ferðastær
Armani Acqua di Gio er mildur og áhugaverður karlmannailmur með bergamot-jurt, sítrusávöxtum og neroli. Í þessari öskju eru þrjú 15 ml glös af ilmum, eau de toilette, eau de parfum og parfum.
Fæstir karlmenn hugsa nógu vel um húðina. Þeir þurfa ekki síður en konur að hreinsa hana og gefa henni raka. Hvernig væri að prófa að hvetja karlmennina í fjölskylduni til að gera þetta betur. Í þessum gjafakassa er Kiehl’s Facial Fuel Starter Kit með andlitshreinsi og andlitskremi. Kiehl’s er bandarískt merki, stofnað og þróað af lyfjafræðingnum John Kiehl. Hann blandaði eigin krem og áburði og seldi í apótekinu sínu og vörurnar hans slógu mjög fljótt í gegn.
PRADA Luna Rossa Ocean gjafaaskja inniheldur stórt glas af þessum karlmannailmi og annað í ferðastærð. Þessi ilmur er ferskur og seiðandi. Uppistaðan eru sítrusávextir í bland við lavender og myntu.