Rabarbarakryddmauk að vori!

Nú er fyrsta rabarbarauppskera sumarsins komin í ljós og um að gera að nýta hana í matargerðina því nú er rabarbarinn bragðbestur. Á vorin er hann auk þess þrunginn vítamínum, fallega rauður og stinnur. Hér gefum við uppskrift að rabarbaramauki eða –chutney sem er mjög gott að bera fram með alls kyns réttum. Prófið til dæmis að bera maukið fram með hakkabuffi og lauk. Það kemur á óvart því maukið gefur hefðbundnum hversdagsrétti nýstárlegt yfirbragð. Með maukinu veður hann spari og alveg óhætt að bjóða gestum. Það kemur á óvart.

Kryddmauk (chutney)

500 g rabarbari

2 rauðlaukar, skornir í bita

100 g döðlur, smátt saxaðar

1/2 chilialdin með fræjum

1 dl eplaedik

1 epli, skorið í bita

200 g hrásykur

1 tsk. salt

½ tsk. svartur pipar

Skerið rauðlaukinn smátt og látið í pott. Hreinsið rabarbarann og skerið í bita og látið saman við laukinn ásamt smátt söxuðum döðlum, eplabitum og eplaediki og kryddi. Sjóðið saman í 50 mínútur, látið í krukkur og geymið.  Geymist í 4 vikur í kæli.

Ritstjórn maí 24, 2025 07:00