Seattle laxinn

Þessi uppskrift á uppuna sinn í Seattle þar sem mikil hefð er fyrir lax og aðra sjávarrétti. Veitingahús bjóða gjarnan upp á lax og fastagestur á einu slíku fékk þessa uppskrift hjá veitingamanninum sem var svo örlátur að deila henni. Og nú geta fleiri prófað.  Verið ykkur að góðu.

Uppskrift fyrir fjóra til fimm

600 – 800g laxaflök með roði

2 tsk. Maldon salt

2 tsk. svartur nýmalaður pipar

2 tsk. estragon

Kryddinu blandað saman og stráð yfir laxaflakið. Aukið magnið af kryddinu ef vill. Fiskinum er svo pakkað þétt inn í álpappír og bakaður í ofni við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur. Ef flakið er lítið er tíminn styttur, t.d. í 15 mínútur.

Meðlæti:

Tagliatelle pasta, soðið eftir leiðberiningum á pakka, vatnið sigtað frá

1 krukka af grænu pestói, t.d. frá Sóma, og því hrært saman við pastað.

Salat:

Salatblöð skorin gróft í hluta

1 stór pera, vel þroskuð

1 poki valhnetur, ristaðar

100 g gráðaostur, rifinn (fæst tilbúinn í Hagkaup)

Skerið perurnar og valhneturnar í hæfilega bita og blandið saman við salatið. Blandið gráðaostinum saman við salatið 10 mínútum áður en það er borið fram.

Perurnar og valhneturnar eru skornar niður í mátulega stóra bita og settar út í salatið. Gráðostinum er blandað saman við salatið ca. 10-15 mínútur áður en það er borið fram. Margir nota ostinn í stað salat sósu en líka má stappa ostinn saman við sýrðan rjóma og er þá komin mjög góð salatsósa ef fólk vill.

Ritstjórn nóvember 26, 2021 15:48