Kynning

Áhugaverður áfangastaður í Landsveit

Á undanförnum árum hefur fjölgað mjög gistimöguleikum úti á landi á Íslandi. Áhugaverð Boutique-hótel og glæsileg fjögurra stjarna hótel er nú að finna á sumum af fegurstu stöðum landsins. Þar starfar metnaðarfullt fólk sem leggur áherslu á þægindi, góða upplifun og frábæra veitingastaði. Landhótel í Landsveit er eitt þessara hótel en þar má njóta margvíslegrar afþreyingar, glæsilegs útsýnis, slökunar og vellíðunar.

Magnús Ólafsson hótelstjóri Landhótels var tekinn tali og spurður fyrst um sérstöðu Landhótels.

„Landhótel er nýtt hótel sem byggt er úr eins umhverfisvænum efnum og bjóðast.
Hótelið er að mestu leyti gert úr timbureiningum svokölluðum CLT einingum (Cross Laminated Timber) og klætt að utan með áli.“ segir hann. „Herbergin á Landhótel eru töluvert stærri en gengur og gerist eða standard herbergin eru 23-25 m2 í stað 18 m2 líkt gildir um flest slík herbergi á öðrum hótelum hér á landi.

Öll rúm eru í Marriott-gæðum og gestir afar ánægðir með rúmin og sofa hér vel. Hljóðvist í öllu hótelinu er í A-klassa.  Þótt við séum til dæmis með fullan matsal af fólki myndast ekki kliður eða hávaði og allir gestir geta rætt við alla sem sitja við borðið. Þeir geta öruggir hallað sér aftur í stólnum þannig að bak gests nemi við bak á stól en samt geta rætt og heyrt í öllum við borðið. Því miður stór galli á flestum hótelum og matsölustöðum að mikill kliður myndast og nær ógerlegt að heyra í sessunautum sínum gegnum glymjandann.

Öll herbergi afar vel útbúin með ísskáp, skáp fyrir verðmæti, USB innstungur, góðar hárþurkur, straubretti og straujárn, kaffi og te, afar góðar og öflugar sturtur með góðu plássi og útsýni sem er eitt það fegursta á Íslandi. Hver fjalladrottningin á eftir annarri blasir við út um gluggann, Hekla, Búrfell, Tindfjöll, Eyjafjallajökull, Þríhyrningur og á góðum degi sést til Eyja sem eru 70 km frá hótelinu. Mikil afþreying er í boði á hótelinu en þar er finna tvö saunaböð, heitan pott, líkamsrækt, billjard og pílu. Þá er afar góð internet-tenging á hótelinu.“

Fyrsta flokks hráefni og flott framsetning matar

Auk þessa má nefna í næsta nágrenni er hægt að kaupa skoðunarferðir inn á hálendið, fara í golf, útreiðartúra og skoða manngerðu hellana á Hellu. Í næsta nágrenni eru líka sumir fegurstu fossa landsins og ekki langt að skjótast að Seljalandsfossi, Skógarfossi og kíkja á Kvernufoss í leiðinni. En hvað bjóðið þið í mat og drykk?

„Veitingarstaðurinn er afar góður og hér er allt sett á diska inn í eldhúsi og borið fram af þjónum,“ segir Magnús. „Hér eru ekki hlaðborð. Við leggjum mikið uppúr fyrsta flokks hráefni og glæsilegri framsetningu og ég leyfi mér að fullyrða að útsýni úr matsalnum er hvergi sambærilegt.

Stutt að fara frá höfuðborgarsvæðinu og hingað og greiðfært.  Samt eru gestir okkar komnir út í sveit og finna mikla kyrrð og ró. Afar stutt að fara í helstu perlur Íslands frá hótelinu og eru þær helstu innan við 100 km héðan. Hvort sem menn kjósa að fara inná hálendið og skoða Landmannalaugar, Þjórsárdal og Háafoss eða Þórsmörk. Allt Suðurlandið liggur svo fyrir fótum gesta ef svo má segja og stutt að skreppa á Gullfoss og Geysi, austur í Vík og skoða svarta ströndina, skreppa með ferju til Vestmannaeyja eða prófa nokkra áhugaverða golfvelli til dæmis á Selfossi eða Hellu, í Öndverðarnesi eða Hellishólum, eða á Flúðum eða Kiðjabergi.

Loks má nefna er Landhótel líklega besta hótel í heiminum til að sjá og njóta Norðurljósanna. Hér er engin ljósmengun og við erum eina hótelið í heiminum sem er með myndavélar sem ná ljósunum mun fyrr en mannsaugað nemur þau. Við vitum því alltaf hvort ljósin eru farin að dansa um himininn og hvar þau eru. Þetta geta menn skoðað á netinu netinu alla daga og þegar Norðurljós birtast þarf ekki annað en að kíkja út um hvaða glugga sem er á Landhótel og njóta sýningarinnar. Í mars voru Norðurljósasýningar nánast upp á hvern einasta dag. Við veitum líka þá aukaþjónusut að vekja gesti um nætur til að njóta þeirra ef þeir óska eftir því,“ segir Magnús og brosir við.

Ótal ferðamöguleikar í næsta nágrenni

Það færist í vöxt að fólk skjótist í helgarferðir upp í sveit eða fari á gott hótel úti á landi til að njóta spennandi afþreyingar. Verður einhver spennandi dagskrá eða uppákomur hjá ykkur í ár sem gaman væri að sækja?

„Í vetur verðum við með Norðurljósin og þá munum við einnig vera með jólahlaðborð. Fyrir utan það sem ég taldi hér að ofan og náttúran er að bjóða okkur þá er hægt að fara hér á hestbak, fara á vélsleða uppá jökli, fara í buggy-ferð, jeppaferðir út um allt, Landmannalaugar, Fjallabak syðra og nyðra, Hekluslóð.  Einir merkilegustu hellar landsins eru hér 3 km frá hotelinu og eru stærstu manngerðu hellar á landinu frá tímum Papa. Afar athyglisvert að skoða þá og auðvelt. Þá er töluvert um náttúrlaugar hér á Suðurlandi.

Landhótel er eitt af betri hótelum á landinu utan höfuðborgarsvæðissins og ég get nefnt að við bjóðum upp á 70 sjónvarpsrásir inni á öllum herbergjum, mikla og góða afþreyingu fyrir gesti, afar góðan matsölustað og glæsilegan bar. Engum á að leiðast á Landhótel og við erum með afar gott starfslið sem vill allt fyrir gesti gera. Hér er því allt í boði fyrir gesti sem langar að skapa góðar minningar í fallegu umhverfi og fara í ógleymanlega ferð. Kippa sér aðeins út úr skarkala hversdagsleikans. Á Landhótel líður öllum vel og gestir okkar koma endurnærðir aftur heim og með bros á vör,“ segir Magnús að lokum.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn apríl 6, 2024 07:00