Aldurstengd mismunun á vinnumarkaði

Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur ekki enn komið fram með frumvarp eða tillögur um hvernig hún ætlar að bregðast við aldurstengdri mismunun á vinnumarkaði.  Í kjölfar frétta af atvinnuleysi fólks á miðjum aldri einkum kvenna í Fréttablaðinu og Stöð 2 sagði félagsmálaráðherra 22.júlí síðst liðinn. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“

Leggur áherslu á lög

Á ráðstefnu um sveigjanleg starfslok í lok nóvember sagði ráðherrann meðal annars að erlendar rannsóknir og kannanir hefðu leitt í ljós að aldurstengd mismunun viðgangist á vinnumarkaði, þó ekki hafi verið hægt að sýna fram á slíkt hér á landi með óyggjandi hætti, vísbendingar séu þó fyrir hendi.
„Það er ástæðan fyrir því að ég hef lagt áherslu á að það verði innleitt hér í lög bann við mismunun á meðal annars á grundvelli aldurs,“ sagði Eygló.

Engin svör

Lifðu núna hefur sent aðstoðarmanni félagsmálaráðherra all nokkrar fyrirspurnir um hvar málið sé statt og hvort von sé á frumvarpi.  Aðstoðamaður svaraði fyrirspurn 17. nóvember síðast liðin með þessum orðum:  „Er að útbúa svar fyrir þig.“   Svarið hefur enn ekki borist og ráðuneytið hefur ekki enn séð ástæðu til að svara frekari  fyrirspurnum um málið.

Fremur lítið hefur verið fjallaðu um aldurstengda mismunun á vinnumarkaði hér á landi.  Á árunum2003 til 2007  var málið nokkuð rætt og þáverandi félagsmálaráðherra skipaði starfshóp sem átti að skoða stöðu þeirra sem væru fimmtugir og eldri á vinnumarkaði  og gera tillögur að úrbótum.  Á 133. löggjfarþinginu var spurt um málið á Alþingi en eftir hrun hefur því lítill gaumur verið gefin.

Ritstjórn janúar 12, 2015 10:33