Ástæður þess að reynslumiklar konur eiga eftir að taka völdin

Judy Dench

Joseph F. Coughlin, sérfræðingur við MIT háskólann í Boston, heldur því fram að þegar mannfólkið hefur náð miðjum aldri sé kvenkynið betur í stakk búið til að takast á við lífið en karlkynið og fullyrðir að framtíðin sé kvenlæg.

“Ef þú ert kona með nokkra lífsreynslu veistu nú þegar að þú ert stjórinn,” segir hann. “Þú ert líklegri til að sjá um að heilsufar fjölskyldumeðlima sé í réttum farvegi, sjá um heimilisútgjöldin, bera umhyggju fyrir þeim eldri, stofna fyrirtæki, hafa frumkvæðið að skilnaði og meiri líkur eru á langlífi meðal kynsystra þinna en karlanna. Með öðum orðum, þú ræður.”

En veit heimurinn þetta? spyr Coughlin

“Eldri konur fá stundum á tilfinninguna að þær séu ósýnilegar á vinnustöðum þegar staðreyndin er sú að þær eru oftar en ekki vegvísarnir sem aðrir ættu að gefa meiri gaum.”

Joseph Coughlin er sviðsstjóri svokallaðs AGELAB, eða rannsóknarstofu öldrunar, við MIT háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Bandaríkjunum og höfundur bókarinnar “The longevity Economy: Unlocking the World´s Fastest-Growing, Most Misunderstood Market.

MIT AGELAB var stofnað 1999 í þeim tilgangi að finna nýjar hugmyndir til að smíða hagnýtar lausnir sem bæta heilsu fólks og gera því kleift að vera virkt út lífið. En jafnnauðsynlegt og að nýjar og áhugaverðar hugmyndir verði til, er mikilvægi trúarinnar á nýjungar í hönnun, þjónustu sem veitt er eða á stefnur sem eru innleiddar.

“Óvæntustu hugmyndir nýsköpunar eru gjarnan frá  konum yfir fimmtugu sem margar hverjar eru afar frjóar, eiga langt líf fyrir höndum og eru með hugrekkið til að koma hlutunum í framkvæmd,” segir Coughlin í viðtali við TODAY tímaritið nýlega. Og hann svarar spurningunum með góðum rökum:

Af hverju framtíðin er kvenlæg?

Coughlin segir að ástæðan fyrir þessari fullyrðingu sinni sé sú staðreynd að konur séu iðulega framtakssamari, þær séu upp til hópa menntaðri nú en nokkru sinni fyrr og þær eru líklegri til að lifa lengur en karlar. “Konur sjá um rannsóknir heimilisins, þ.e. þær eru mun líklegri til að fara á netið til að gera samanburð og kanna bæði fyrir sjálfar sig og aðra fjölskyldumeðlimi. Þær viðurkenna eldri mæður sínar sem sinn besta vin. Konur annast fleiri foreldra en þær töldu sér ætlað í upphafi, þ.e. bæði sína eigin foreldra og tengdaforeldra. Þeir sem ná tíræðisaldri eru orðnir svo fjölmennir að nú eru framleidd afmæliskort með tölunni 100 á. Það geta jafnvel verið þrjár eða fjórar kynslóðir sem eru að nokkru leyti í umsjá kvenkyns höfuðs fjölskyldunnar.

Neytendaforingjar

Konan er nokkurs konar neytendaforingi heimilisins. Hún sér um innkaup á matvörum, hvaða reikningar eru greiddir og hvernig heimilishaldið virkar í raun og veru. Staðreyndin er sú að bílakaup eru í flestum tilfellum í höndum kvenna. Þegar kemur að lúxusbílum eru enn fleiri konur með umsjónina. Endurbætur á heimilinu eru í höndum kvenna en það sem er mest sláandi er að 80-90 % allra ákvarðana varðandi heilsufar heimilismanna er í höndum kvenna.

Vegna allra þessara þátta eru konur líklegastar til að skilja hvaða störf og tækifæri muni fylgja lengra og betra lífi.

Eldri konur drífa sambönd áfram. Caughlin segir að hlutfall þeirra sem sækja um skilnað í Bandaríkjunum sé áberandi hæst meðal fólks um og yfir fimmtugt og þar séu konur í meirihluta. Hann segist oft hitta konur sem hafa sagt að þær þekki ekki þennan mann sem liggi þarna í sófanum og þær eigi þá ósk heitasta að hann myndi finna sér vinnu. Þær hafi sína rútínu og viti hvernig þær vilji verja tíma sínum en hann sé alltaf þarna að spyrja hvað hann eig að gera næst.

“Ég held að karlmenn, sér í lagi þeir sem eru orðnir fimmtíu plús, þurfi að hugsa sinn gang. Við verðum nauðsynlega að draga þann lærdóm af konum að lífið er meira en vinnan. Við verðum að þróa með okkur áhugamál og gæta þess að rækta rómantíkina.

Verum ekki nöldrandi gamalmenni

Sambandið þróaðist áratugum fyrr og byggðist þá á því sem við komum með okkur inn í þetta samand og svo því sem báðir aðilar þróuðu saman. Karlmenn verða svo uppteknir af venjum, eftir því sem þeir eldast, sem byggist að hluta til á atvinnu og þeim lífsstíl sem þeir hafa tamið sér ,að þeir gleyma að þeir verða að halda áfram að vera spennandi gleðigjafar en ekki nöldrandi gamalmenni.

Nýja kvennahreyfingin er frumkvöðlastarf

Þegar konur eru ungar eru þær tilbúnar að starfa hjá stórum fyrirtækjum og sætta sig við skrifræði. Þær hafa ekki þolinmæði fyrir þess konar vinnulag síðar á ævinni. Þegar þær hafa náð 40, 50 eða 60 árum er líklegast að þær hafi komið upp fjölskyldu, séð um heimili, menntað sig og ef til vill tekið þátt í að stofna fyrirtæki.

Við erum þegar farin að sjá eldri konur missa vinnuna hjá stórum fyrirtækjum sem er mikið tap fyrir fyrirtækin.

Hvernig á að undirbúa sig fyrir besta tímabil lífsins?

Coughlin ráðleggur konum ýmislegt, eins og að spara peninga og efla hæfileika sína eins og þær geta.

Hann ráðleggur þeim að átta sig á að félagsleg tengsl séu jafn mikilvæg og fjárhagsleg vellíðan, ólíkt kynslóð forelda þeirra, og hvetur þær til að viðhalda tengslanetinu, ekki aðeins fólkinu sem getur gert eitthvað fyrir þær, heldur þeim sem þýða eitthvað fyrir þær til lengri tíma litið.

Spyrðu sjálfan þig: Hvaða litlu hlutir í lífinu fá þig til að brosa?

Geturðu komist yfir þá?

Hefurðu efni á þeim?

Eða það sem er enn mikilvægara, þekkirðu þá?

Það eru einmitt atriðin sem færa þér lífsgæði í 100 ár sem skipta máli, ekki bara hæfnin til að lifa í 100 ár.

 

 

Ritstjórn desember 14, 2017 11:34