Standa í barneignum á áttræðis- og níræðisaldri

Leikararnir Al Pacino og Robert DeNiro hafa verið vinir í rúmlega hálfa öld og eru báðir orðnir vel við aldur. Al Pacino er 82 ára en Robert De Niro 79 ára.

Fréttir hafa nú borist af því  að Al Pacino eigi von á barni með kærustunni sinni Noor Alfallah sem er 29 ára og gengin átta mánuði á leið.

Áður hafði verið greint frá því að Robert De Niro hefði nýlega eignast barn með kærustu sinni, Tiffany Chen.

Það er ekki einungis að þeir Al og Robert Niro séu miklir vinir. Þeir hafa leikið saman í nokkrum myndum, þar á meðal myndinni Guðföðurnum og myndinni The Irishman.

Nú hafa þeir báðir snúið sér að barneignum í ellinni.

Ritstjórn júní 1, 2023 09:00