Ástin og þroskaða fólkið

Fólk verður ástfangið á öllum aldri, sumir hverfa alveg inn í sambandið og gleyma öllu í kringum sig en aðrir fara aðrar leiðir. Það er ef til vill ekki skynsamlegt að fórna öllu fyrir nýtt samband, það gerir fáum gott. Hér er grein um hvernig fólk ætti að reyna að koma fram hvert við annað.

Ekki fórna vináttusamböndum þínum. Það er of algengt að fólk sem fer í nýtt ástarfsamband hætti að hafa samband við vini og kunningja. Þetta er skiljanlegt á fyrstu vikum sambandsins eða á meðan fólk er í hvað mestum ástarbríma. En þroskað fólk veit að fjölskylda þeirra og vinir hafa verið til staðar í lengri tíma en hinn nýtilkomni vinur eða vinkona og hætta því ekki að hafa samband.

Þroskað fólk kann að deila tíma sínum með þeim sem því þykir vænt um. Fólk sem komið er til vits og ára gleymir ekki að þakka fyrir sig. Þegar fólk hefur verið í sambandi í nokkurn tíma hættir því til að gleyma að þakka fyrir litlu hlutina í lífinu. Eldra fólk  veit að það að deila lífinu með öðrum er gjöf og hættir því ekki að segja „gerðu svo vel“ og „þakka þér fyrir.“

Þó að farið sé í nýtt samband á fólk ekki að fórna fjárhagslegu öryggi sínu. Það er sama hvað nýi félaginn á mikið af peningum ekki fórna fjárhagslegu öryggi þínu, það ógnar sjálstæði þínu. Fólk vill ekki þurfa að biðja félaga sinn um pengina fyrir daglegum útgjöldum.

Ekki horfa á það sem miður fer í fari þess sem þú ætlar að deila lífinu með. Þroskað fólk horfir á það besta í fari annarra. Þroskað fólk dæmir fólk ekki heldur reynir að skilja.

Þó að fólk fari í nýtt samband á það ekki að gefa drauma sína upp á bátinn. Ef félagi þinn er ærlegur þá styður hann þig í því að láta drauma þína rætast.

Ekki halda að einhver ein útgáfa af hamingjunni sé sú eina rétta. Hamingjan er allavega og misjafnt hvað færir fólki hamingju. Sumir þurfa að vera einir með sjálfum sér og það er ekker rangt við það. Aðrir vilja stöðuga nánd og það er líka í fínu lagi. Aukinn þroski færir fólki skilning á því að það eru ekki allir eins og það er ekkert til að hafa áhyggjur af.

Ekki gefa sjálfsvirðinguna upp á bátinn. Það er eðlilegt að fólk breytist svolítið þegar það kynnist nýjum maka. En þroskað fólk lætur ekki neinn kúga sig. Þroskaður einstaklingur líður ekki neimum að tala niður til sín eða koma fram við sig á niðurlægjandi hátt.

Ekki taka orðunum „ég elska þig“ af léttúð.  Þroskað fólk skilur mikilvægi þessara þriggja orða, sama hversu lengi það hefur verið í sambandi. Það segir ekki „ég elska þig“ í lok hverrar setningar eða mörgum sinnum á dag – þess í stað bíður það eftir rétta augnablikinu til að segja þessi fallegu orð.

Ekki vera í stöðugu sambandi. Fólk þarf ekki að vera í stöðugu sambandi ef það er nógu öruggt í eigin skinni til að treysta þeim sem það á í sambandi við. Ekki eyða tíma þínum eða félaga þíns í stöðugar sms skeytasendingar, hringingar eða tölvupóst. Það er einfaldlega tímasóun.

Ekki leyfa nýja vininum eða vinkonunni að ákveða allt. Í samböndum þroskaðs fólks virðir það ákvarðanir hvors annars í smáu jafnt sem stóru. Þegar fólk stofnar til nýrra sambanda er eðlilegt að verða áhugasamur um það sem félaginn er að gera hvort sem það er vinna eða áhugamál. Þroskað fólk hættir hins vegar ekki að sinna eigin áhugamálum, það reynir sinna hvoru tveggja eða finna eitthvað nýtt sem báðir hafa áhuga á.

 

 

Ritstjórn júlí 31, 2017 09:54