Búnir að eyðileggja Bæjarins bestu

Einar Kárason.

Einar Kárason.

„Ég er ánægður með túrismann og kvarta ekki; hann gagnast mannlífinu hér, verslun, veitingastöðum, menningu, hag landsins. Auk þess sem þeir sem hingað vilja koma eru að sjálfsögðu velkomnir, rétt eins og við til þeirra landa,“ segir rithöfundurinn Einar Kárason rithöfundur  á fésbókarsíðu sinni. „EN: Einu verður að gera bragarbót á. Þeir eru búnir að eyðileggja fyrir okkur „Bæjarins beztu.“ Við innfæddir gjörþekkjum kosti þessa vinsæla staðar; vörugæðin, gott verð, hlýlegt viðmót, fumlaus og hröð þjónusta. Nú er þarna alltaf 25 metra löng röð af túristum, sem silast áfram, því þeir eru ekki ekki aðallega komnir til að kaupa pulsu, heldur upplifa atburð. Spjalla lengi um vöruúrvalið, taka svo selfí af sér, lúgunni, starfsfólkinu og helst ferðafélögunum. Þetta mætti leysa eins og gert var eitt sumarið með færanlegum pulsuvagni við hliðina á, og beina túristum þangað; segja á skilti: „Foreigners welcome, we speak English“. Eitthvað þannig. Við innfæddir myndum auðvitað fara á okkar gamla stað, en túristunum væri sléttsama, þeir þurfa bara að fylla í „Must do“ hakið í Reykjavík, eins og að sjá Hallgrímskirkju,“ segir Einar ennfremur. 

Ritstjórn júlí 12, 2016 10:50