D-vítamín er þekkt sem sólarvítamínið vegna þess að líkami okkar framleiðir það náttúrulega þegar sólin skin á húð okkar. Þetta er algert kraftaverkaefni því það hefur svo jákvæð áhrif á heilsu okkar. Sem dæmi má nefna að þetta vítamín stuðlar að heilbrigðum tönnum og beinum, verndar okkur gegn hjartasjúkdómum, hjálpar við einkennum depurðar og minnkar matarlöngun.
Nú segja nýjar rannsóknir að D-vitamin geti hjálpað varðandi öndunarfærasýkingar eins og kvef eða lungnabólgu og virðist hafa öfluga ónæmisörvandi eiginleika.
Rannsóknir á D-vítamíni
Rannsókn á eldri sjúklingum á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum leiddi í ljós að þeir sem höfðu tekið stærri skammta af D vítamíni þjáðust í 40% færri tilfellum af öndunarfærasjúkdómum allt síðastliðið ár en þeir sem tóku bara venjulegan skammt.
Nýleg rannsókn gefur vísbendingar um að D-vítamín geti verið mikilvægt við að minnka hættuna á að við þróum með okkur alvarleg covid 19 einkenni.
Sendu ríkisstjórnum bréf
Nokkrir sérfræðingar á sviði heilsu og vísinda eru svo sannfærðir um að D-vítamín geti minnkað hættuna á covid 19 sýkingum, sjúkrahúsinnlögnum og dauða sjúklinga að þeir hafa skrifað bréf til ríkisstjórna víða til að biðja um að lagt verið til að fullorðnir ríkisborgarar taki að minnsta kosti 2000 einingar (ae) af D-vítamíni á dag.
Í dag er bogurnum í Bandaríkjunum undir 70 ára ráðlagt að taka 600 einingar af D-vítamíni og þeir sem eru yfir 70 ára ráðlagt að taka 800 einingar daglega.
Rök sérfræðinganna fyrir þessum tilmælum eru byggð á rannsóknum sem hafa bent til þess að samband væri á milli lægra D-vítamíngildis og aukinna líkinda á covid 19 sýkingum, sjúkrahúsinnlögnum og dauða.
Vegna þessara tengsla ganga kenningar þeirra út á að skortur á D-vítamín geti skert getu ónæmiskerfisins til að berjast gegn öndunarfærasjúkdómum eins og Covid 19.
Þeir segja að áhugavert sé til dæmis að tilfellum árlegrar inflúensu fjölgi gífurlega á dimmasta tíma ársins þegar sólar nýtur síður við og fólk sé meira inni við vegna veðurs.
Hversu mikið er nóg?
Þar sem erfitt er að ákveða magn fyrir alla er mikilvægt að fólk láti mæla D-vítamínið í líkamanum og ræða niðurstöður svo við lækni sinn.
Náttúrulegt D-vítamín
Auðvitað er besta leiðin til að ná í D-vítamínið frá sólarljósinu. Í raun þarf ekki svo mikið af sólinni því þeim sem eru ljósir á hörund dugar 10–15 mínútur þrisvar í viku án sólarvarnar. Þeir sem eru dekkri á hörund þurfa lengri tíma. Upptaka þessa vítamíns verður hins vegar minni með aldrinum.
Mataræði
Viturlegt er að borða fæði sem hefur verið styrkt með D vítamíni eins og appelsínudjús og mjólk. Aðrar fæðutegundir sem eru ríkar af þessu vítamíni eru til dæmis lax, túnfiskur, sardínur, sveppir, eggjarauður og lifur.
Og að síðustu er gott að hafa í huga að Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, tekur D vítamín aukalega daglega.
Þýðing úr grein eftir Joy Stephenson sem birtist í tímaritinu Health and fitness í janúar 2021.