Einfaldar skreytingar fyrir jólin

Jólin nálgast óðfluga og margir eru farnir að huga að jólaskreytingum fyrir heimilið. Sumir skreyta alltaf eins. sömu hlutirnir á sömu staðina ár eftir ár. Aðrir hafa gaman að því að breyta til og gera eitthvað nýtt á hverju ári. Margir eiga ókjörin öll af jólaskrauti og því ekki að draga fram gamla skrautið og nota það í nýjar skreytingar, finna upp á einhverju nýju og vera óhrædd við að prófa sig áfram. Þeir sem eiga garð með trjám geta farið út og klippt nokkrar greinar og skreytt með þeim. Þeir sem hafa ekki aðgang að slíku geta farið í Sorpu þar er oft hægt að ná sér greinar í skreytingar. Bara að tala við starfsmennina og það er ekkert mál að fá greinar. Það er líka hægt að fara út í náttúruna og ná sér í ýmislegt sem hægt er að nota til að gera jólalegt. Bara að hafa í huga að umgangast náttúruna af virðingu og án þess að það sjáist að einhver hafi verið á ferð. Við á Lifðu núna fundum þessi myndbönd á Youtube og ákváðum að deila þeim með ykkur.  Í þeim er að finna ýmsar góðar hugmyndir að skreytingum.

 

https://www.youtube.com/watch?v=Kp3yuS5xBjs

 

https://www.youtube.com/watch?v=PRbX11cWws8

 

https://www.youtube.com/watch?v=FXR541E8OZk

 

https://www.youtube.com/watch?v=j8aIi9rh1OM

 

 

Ritstjórn nóvember 29, 2017 08:12