Að meðaltali er fólk greint með Alzheimers sjúkdóminn á áttræðisaldri og einkennin koma fram eitt af öðru yfir lengri tíma. Þó eru alltaf einhverjir sem greinast fyrr. Minnistap er ekki eina einkennið sem bendir til þróunar sjúkdómsins, þó umræðan snúist oft um það. Hér eru talin upp nokkur einkenni Alzheimers og heilabilunar sem tengjast ekki minnistapi.
Allar breytingar á hegðun eru áhyggjuefni þegar fólk fer að eldast. Þegar fólk fer að hundsa lög og virðist eiga erfitt með að greina rétt frá röngu gæti verið um ákveðna tegund af heilabilun að ræða.
Hundrað tuttugu og fimm manneskjur voru beðnar um að skrifa niður hversu oft þær duttu eða hrösuðu yfir átta mánaða tímabil. Hjá mestu hrakfallabálkunum fundust tengsl milli tíðra falla og upphafs Alzheimers.
Áður en fólk er greint með Alzheimers sjúkdóminn byrjar það oft að borða meira, oft allt að 500 kaloríum meira en félagar á sama aldri, án þess að þyngjast. Læknar reikna með að þetta sé vegna breytinga á efnaskiptum líkamans. Fólk hefur einnig átt það til að borða undarlega hluti eins og td. pappír og annað sem er ekki eru ætlað til átu. Alzheimers og heilabilun hafa áhrif á minnið, heilinn fær skilaboð um svengd en nær ekki að greina, hvernig hann á að vinna úr skilaboðunum.
Af og til náum við ekki kaldhæðninni í setningum eða samræðum. Ef það er farið að gerast reglulega og allt sem sagt er, er tekið bókstaflega, gæti það verið merki um rýrnun í heila. Skv. rannsóknum eru Alzheimersjúklingar í hópi þeirra sem geta ekki þekkt kaldhæðni í beinum samræðum. Alzheimers hefur áhrif á drekann (hippocampus) í heilanum en það er einmitt sá staður sem geymir skammtímaminnið og er nauðsynlegur til að þekkja kaldhæðni.
Ertu alltaf að týna lyklunum þínum? Það er ekki alvarleg gleymska. Ef þú manst hins vegar ekki til hvers þú átt að nota lyklana eða hvað þú átt að gera við óhreina leirtauið, gætu það verið merki um byrjunarstig Alzheimers.
Alzheimers er minnissjúkdómur sem m.a. skerðir getu til að kalla fram minningar, staðreyndir og til að taka ákvarðanir. Heilinn nær ekki að halda einbeitingu. Að sitja oftar en ekki og stara út í bláinn,gætu því verið einkenni um byrjarnarstig Alzheimers.